
Nýju strákarnir á PGA 2023 (2/50): Kevin Roy
Kevin Roy fæddist í Syracuse, New York, 15. mars 1990 og er því 32 ára.
Hann útskrifaðist frá Long Beach State University 2012, með gráðu í samskiptafræðum (ens.: Communications).
Pabbi Kevin, Jim Roy var bæði á PGA TOUR og PGA TOUR Champions.
Roy hins vegar var kominn á Korn Ferry Tour árið 2019 og síðan 3 árum seinna á 2022- 2023 keppnistímabil PGA Tour.
Ýmislegt um Kevin Roy:
Ef hann mætti velja sér kynnislag þegar hann labbar upp á teig væri það: „Born in the U.S.A.“ með Bruce Springsteen.
Hann starfaði m.a. við sölu á lækningavörum og í Bellevue Country Club í Syracuse, New York.
Eitt af því skemmtilegasta í golfinu var að vera kaddý fyrir pabba í U.S. Senior Open árið 2018. Aðrar góðar minningar úr golfinu eru þegar hann náði fyrsta ási sínum 16 ára á heimavelli notandi járn vinar síns og vera á vallarmeti 9 undir pari á úrtökumóti fyrir PGA Tour árið 2012 með pabba sinn á pokanum.
Það sem er sérstakt við Kevin Roy er að hann notar alltaf 25 centa pening frá 7. áratugnum, sem flatarmerki.
Meðal áhugamála er allt sem er utandyra, að vera á bát, veiða og fara í ræktina.
Í dag býr Roy í Tampa, Flórída, ásamt eiginkonu sinni Annie Sabo, en meðal áhugamála sinna segir Roy einnig vera að vera heima með konunni sinni og hundi.
Sem stendur er Kevin Roy nr. 401 á heimslistanum.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023