Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sophia Popov – 2. október 2022

Sophia Popov er afmæliskylfingur dagsins. Hún fæddist í Framingham, Massachusetts, 2. október 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag.

Sophia komst bæði í gegnum úrtökumót LPGA og Evrópumótaraðar kvenna (LET) árið 2015 sem er frábær árangur, reyndar landaði Sophia 3. sætinu á Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut fullan keppnisrétt 2015 á LET en aðeins takmarkaðan spilarétt á LPGA eins og í þetta skiptið.

Í dag býr Popov í Naples, Flórída. Þrátt fyrir fæðingarstað sinn er Popov þýskur ríkisborgari.

Hún gerðist atvinnumaður í golfi 14. júlí 2014 og hefir átt sæti í þýska golflandsliðinu frá árinu 2007.

Popov átti glæstan feril sem áhugamaður en hún vann m.a. í 10 sterkum áhugamannamótum, sem áhugamaður.

Popov segir uppáhaldsgolfvöll sinn vera Cypress Point í Bandaríkjunum.

Sterkustu þættirnir í leik hennar eru drævin og löngu járnin og nokkuð sérstakt við Popov er að hún notar Kramski pútter.

Þjálfari Popov er Stephan Morales.

Popov er með marga sterka styrktaraðila m.a. Allianz, þýska golfsambandið og Cobra Puma golf.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Neumann Cook, f. 2. október 1957 (64 ára); Pálmi Gestsson, 2. október 1957 (64 ára); Libby Wilson, f. 2. október 1963 (58 ára); Björk Vilhelmsdóttir, 2. október 1963 (58 ára); Margrét María Sigurðardóttir 2. október 1964 (57 ára); Phill Hunter, 2. október 1964 (57 ára); Sigridur Helga Völundardottir 2. október 1967 (54 ára); Craig Kanada, f. 2. október 1968 (53 ára); Brent Delahoussaye, f. 2. október 1981 (41 árs); Magnús Lárusson, 2. október 1985 (37 ára); Anne Van Dam, 2. október 1995 (27 ára); Ari Ívars …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is