Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2022 | 18:00

LPGA: Charley Hull sigraði á Volunteers of America mótinu

Það var Solheim Cup kylfingurinn enski Charley Hull, sem sigraði á móti vikunnar á LPGA: The Ascendant LPGA benefiting Volunteers of America.

Mótið fór fram dagana 28. september – 2. október 2022 í Old American Golf Club
The Colony, Texas.

Sigurskor Charley var 18 undir pari, 266 högg (67 64 71 64) og átti hún 1 högg á hina kínversku Xiyu Lin.

í 3. sæti varð síðan Lydia Ko á samtals 16 undir pari.

Charley er fædd 20. mars 1996 og því 26 ára. Þetta er 2. sigur hennar á LPGA, en hún sigraði síðast ári 2016 á CME Group Tour Championship. Hún hefir sigrað 3 sinnum á LET og eins var hún sigurvegari í 1. móti Rose  Events Series – þannig að sigrarnir á atvinnuferlinum eru orðnir 6. Charley er e.t.v. þekktari fyrir að vera liðsmaður í evrópska Solheimcup liðinu, þar sem hún hefir átt sæti óslitið frá árinu 2013 (þ.e. 2013, 2015, 2017, 2017 og 2021).

Sjá má lokastöðuna á The Ascendant LPGA benefiting Volunteers of America mótinu með því að SMELLA HÉR: