Afmæliskylfingur dagsins: Arnbjörg Sigurðardóttir – 10. janúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Arnbjörg Sigurðardóttir. Hún er fædd 10. janúar 1973 og fagnar því 50 ára afmæli í dag. Arnbjörg er dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Arnbjörgu til hamingju með daginn hér að neðan Arnbjörg Sigurðardóttir – 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Daníel Ólason, GK, 10. janúar 1967 (56 ára); Andrea Ásgrímsdóttir 10. janúar 1974 (49 ára); Slummi Tytringsson, 10. janúar 1975 (48 ára); Ian Poulter, 10. janúar 1976 (47 ára); franski kylfingurinn Romain Wattel, 10. janúar 1991 (32 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum Lesa meira
Gunnlaugur Árni varð T-25 á The Junior Orange Bowl
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, tók þátt í The Junior Orange Bowl mótinu, sem fram fór á golfvelli Biltmore hótelsins í Coral Gables, Flórída, dagana 3.-6. janúar sl. Hann lék á samtals 12 yfir pari, 296 höggum (75 74 75 72) og varð T-25, sem er glæsilegur árangur!!! Alls voru 53 keppendur í piltaflokki og Gunnlaugur Árni því fyrir ofan miðju. Heimamaðurinn Jay Brooks, frá Flórída sigraði, en hann lék á samtals 8 undir pari (79 69 69 68). Sjá má lokastöðuna í piltaflokki á the Junior Orange Bowl með því að SMELLA HÉR: The Junior Orange Bowl er meðal virtustu alþjóðlegu unglingamótum heims Þekktir kylfingar, sem sigrað hafa í mótinu Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gengi Sigurðar Blumenstein með JMU haustið 2022
GR-ingurinn og Íslandsmeistarinn í holukeppni 2022, Sigurður Blumenstein, er við nám og spilar með golfliði James Madison University (JMU) í bandaríska háskólagolfinu. Háskólinn hefur á að skipa geysisterku golfliði 10 góðra kylfinga og erfitt, nánast ómögulegt að ávinna sér fast sæti í liðinu, sem hverju sinni hefir aðeins á að skipa 5 mönnum. Mót JMU haustið 2022 voru 5. Sigurður Blumenstein tók aðeins þátt í einu móti, þ.e. Wolfpack Intercollegiate. Mótið fór fram á Loonie Poole golfvelli North Carolina State háskólans í Raleigh, N-Karólínu, dagana 15.-16. október 2022. Sigurður spilaði sem einstaklingur og varð T-66 af 84 keppendum. Hann lék sífellt betur í mótinu, á samtals 229 höggum (80 78 Lesa meira
Drög að mótaskrá GSÍ 2023
Drög að mótaskrá GSÍ fyrir árið 2023 voru birt á formannafundi sem fram fór laugardaginn 12. nóvember 2022. Á golfþingi árið 2019 var samþykkt að Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili Íslandsmóta. Önnur mót eru á ábyrgð golfklúbba landsins – sem sjá um framkvæmd þeirra. GSÍ heldur utan um stigalista á stigamótaraðirnar í fullorðins – og unglingaflokki. Mótaskráin er viðamikil líkt og á undanförnum árum. Enn á eftir að finna keppnisvelli fyrir sex mót á tímabilinu. Þeir klúbbar sem hafa áhuga á að taka að sér mót geta haft samband með tölvupósti á motanefnd@golf.is. Drög_Mótaskrá_GSÍDownload
Afmæliskylfingur dagsins: Alejandro Cañizares – 9. janúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er spænski kylfingurinn Alejandro Cañizares. Hann er fæddur 9. janúar 1983 og fagnar því 40 ára afmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Einar Gudberg Gunnarsson, 9. janúar 1949 (74 ára); Kristín Finnbogadóttir, 9. janúar 1957 (66 ára); Salvör Kristín Héðinsdóttir, 9. janúar 1957 (65 ára); Sallý Dáleiðsla 9. janúar 1957 (66 ára); Teitur Örlygsson, 9. janúar 1967 (56 ára); Júlíus Fjeldsted, 9. janúar 1978 (45 ára); Birkir Már Birgisson, 9. janúar 1979 (44 ára); Sergio Garcia Fernández, 9. janúar 1980 (43 ára); Alejandro Cañizares, 9. janúar 1983 (40 ára); Tiffany Tavee, 9. janúar 1985 (38 ára); Fiskbúðin Mos ….. og ….. Golf 1 Lesa meira
PGA: Rahm sigraði á Sentry TOC
Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem stóð uppi sem sigurvegari og Sentry Tournament of Champions (skammst: TOC). Fyrir lokahringinn var Rahm heilum 7 höggum á eftir forystumanni 3. hrings, Collin Morikawa. Rahm átti hins vegar glæsilokahring upp á heil 10 undir pari, meðan Morikawa var á 1 undir pari. Sigurskor Rahm var 27 undir pari, 265 högg (64 71 67 63). Í 2. sæti 2 höggum á eftir Rahm var Collin Morikawa, á samtals 25 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Sentry Tournament of Champions með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Sigurdór Pálsson – 8. janúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Sigurdór Pálsson. Pétur Sigurdór er fæddur 8. janúar 2002 og á því 21 árs afmæli í dag. Pétur Sigurdór er í Golfklúbbi Selfoss (GOS). Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Pétur með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Pétri Sigurdór til hamingju með afmælið hér að neðan: Pétur Sigurdór Pálsson, GOS – Innilega til hamingju með 21 árs afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hjörleifur Larsen Guðfinnsson, 8. janúar 1955 (68 ára); Jónína Pálsdóttir , 8. janúar 1961 (62 ára); Kristrún Runólfsdóttir, 8. janúar 1961 (62 ára); Nikki Garrett, 8. janúar 1984 (39 ára); Bajopar Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (1/2023)
Einn stuttur í byrjun árs á ensku: A word of advice If you drink, don’t drive. And don’t even putt.
Afmæliskylfingur dagsins: Atli Þór Gunnarsson – 7. janúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Atli Þór Gunnarsson. Hann er fæddur 7. janúar 1983 og fagnar því 40 ára afmæli! Komast má facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Atli Þór Gunnarsson– Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Reyndar er þetta mikil stjörnufæðingardagur í golfinu því margir aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag, m.a.: Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir, GHD, 7. janúar 1942 (81 árs); Jaxl Teppahreinsun 7. janúar 1950 (73 ára); Grímur Kolbeinsson, 7. janúar 1952 (71 árs); Kristján Hreinsson, NK 7. janúar 1957 (66 ára); Amal Tamimi 7. janúar 1961 (62 árs); Anna Mjöll, 7. janúar 1970 (53 ára); Emanuele Canonica, 7. janúar 1971 Lesa meira
Perla Sól varð T-8 á The Junior Orange Bowl
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, náði þeim glæsilega árangri að verða jöfn í 8. sæti á The Junior Orange Bowl unglingamótinu. Mótið er alþjóðlegt og fór fram dagana 3.-6. janúar 2023 í Coral Gables í Miami á golfvelli hins sögufræga Biltmore hótels. Perla Sól lék á samtals 14 yfir pari, 298 höggum (75 74 75 74). Perla Sól deildi 8. sætinu ásamt þeim Staci Pla frá Bandaríkjunum og hinni ensku Sophiu Fullbrook. Glæsilegt hjá Perlu Sól!!! Sigurvegari í stúlknaflokki varð Anna Davis frá Bandaríkjunum, en hún lék á sléttu pari (72 69 70 73). Sjá má lokastöðuna í stúlkaflokki á The Junior Orange Bowl með því að SMELLA HÉR:










