Sigurgleði Perlu Sól var mikil 🙂
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2023 | 23:59

Perla Sól varð T-8 á The Junior Orange Bowl

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, náði þeim glæsilega árangri að verða jöfn í 8. sæti á The Junior Orange Bowl unglingamótinu.

Mótið er alþjóðlegt og fór fram dagana 3.-6. janúar 2023 í Coral Gables í Miami á golfvelli hins sögufræga Biltmore hótels.

Perla Sól lék á samtals 14 yfir pari, 298 höggum (75 74 75 74).

Perla Sól deildi 8. sætinu ásamt þeim Staci Pla frá Bandaríkjunum og hinni ensku Sophiu Fullbrook.

Glæsilegt hjá Perlu Sól!!!

Sigurvegari í stúlknaflokki varð Anna Davis frá Bandaríkjunum, en hún lék á sléttu pari (72 69 70 73).

Sjá má lokastöðuna í stúlkaflokki á The Junior Orange Bowl með því að SMELLA HÉR: