Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2023 | 11:00

Gunnlaugur Árni varð T-25 á The Junior Orange Bowl

Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, tók þátt í The Junior Orange Bowl mótinu, sem fram fór á golfvelli Biltmore hótelsins í Coral Gables, Flórída, dagana 3.-6. janúar sl.

Hann lék á samtals 12 yfir pari, 296 höggum (75 74 75 72) og varð T-25, sem er glæsilegur árangur!!!

Alls voru 53 keppendur í piltaflokki og Gunnlaugur Árni því fyrir ofan miðju.

Heimamaðurinn Jay Brooks, frá Flórída sigraði, en hann lék á samtals 8 undir pari (79 69 69 68).

Sjá má lokastöðuna í piltaflokki á the Junior Orange Bowl með því að SMELLA HÉR: 

The Junior Orange Bowl er meðal virtustu alþjóðlegu unglingamótum heims Þekktir kylfingar, sem sigrað hafa í mótinu eru m.a. Andy North, Craig Stadler, Hal Sutton, Mark Calcavecchia, Bob Tway, Billy Mayfair, Willie Wood, Jose Maria Olazabal, Bubba Watson, Romain Wattel og Tiger Woods.