Drög að mótaskrá GSÍ fyrir árið 2023 voru birt á formannafundi sem fram fór laugardaginn 12. nóvember 2022.
Á golfþingi árið 2019 var samþykkt að Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili Íslandsmóta.
Önnur mót eru á ábyrgð golfklúbba landsins – sem sjá um framkvæmd þeirra.
GSÍ heldur utan um stigalista á stigamótaraðirnar í fullorðins – og unglingaflokki.
Mótaskráin er viðamikil líkt og á undanförnum árum. Enn á eftir að finna keppnisvelli fyrir sex mót á tímabilinu. Þeir klúbbar sem hafa áhuga á að taka að sér mót geta haft samband með tölvupósti á motanefnd@golf.is.