Afmæliskylfingur dagsins: Herdís Björg Rafnsdóttir – 6. janúar 2023
Það er Herdís Björg Rafnsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Herdís Björg er fædd 6. janúar 1962 og á því 61 árs afmæli í dag. Herdís Björg er í Golfklúbbi Reykjavíkur og hefir tekið þátt í nokkrum opnum golfmótum með góðum árangri m.a. Styrktarmóti Soroptimista á Nesvelli þ. 25. ágúst 2011, þar sem hún varð í verðlaunasæti (4. sæti) af fjölmörgum konum sem þátt tóku. Herdís Björg er verkfræðingur að mennt frá University of Washington. Hún er gift Þorsteini G. Gunnarssyni og eiga þau 2 syni. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Cary Middlecoff, f. 6. janúar 1921 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Dögg Hilmarsdóttir – 5. janúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Katrín Dögg Hilmarsdóttir. Katrín Dögg er fædd 5. janúar 1982 og á því 41 árs afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Komast má á facebook síðu Katrínar Daggar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan Katrín Dögg Hilmarsdóttir– Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kim Arason Mortensen, 5. janúar 1960 (63 ára); Miguel Ángel Jiménez, 5. janúar 1964 (59 ára); Анаsтолий Березин 5. janúar 1967 (56 ára); Kristmundur Guðjón, 5. janúar 1967 (56 ára); Shaun Carl Micheel, 5. janúar 1969 (54 ára); Katrín Dögg Hilmarsdóttir, 5. janúar 1982 (41 árs); Peter Erofejeff, 5. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gengi Jóhönnu Leu með golfliði Northern Illinois háskólans haustið 2022
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er kvenstigameistari GSÍ árið 2022. Hún er við nám í Northern Illinois háskólanum. Á haustönn voru 4 mót – Jóhanna Lea tók þátt í 3 þeirra. 1 Redbird Invitational. Mótið fór fram dagana 11.-12. september 2022 í Weibring CC, í Normal, Illinois. Jóhanna Lea varð T-20 í einstaklingskeppninni á 11 yfir pari, 227 höggum (79 74 74). Lið Jóhönnu Leu, „The Huskies“ varð T4 af 15 liðum, sem tóku þátt í mótinu. 2 Coeur D’Alene Collegiate Invitational. Mótið fór fram dagana 18.-20. september 2022. Jóhanna Lea varð T-50 á 225 höggum (76 75 74) og var á 3. besta skori liðs síns. „The Huskies“ urðu í 10. sæti Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Hafdís Houmöller Einarsdóttir og Alex Gunnarsson – 4. janúar 2023
Afmæliskylfingar dagsins er eru tveir: Hafdís Houmøller Einarsdóttir og Alex Gunnarsson. Hafdís er fædd 4. janúar 1998 og fagnar því 25 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmælis-kylfingsins til þess að óska Hafdísi til hamingju með afmælið hér að neðan: Hafdís Houmøller Einarsdóttir – 25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Alex Gunnarsson er fæddur 4. janúar 1993 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Alexi til hamingju með afmælið hér að neðan: Alex Gunnarsson – 30 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gestur Pálsson, 4. Lesa meira
Perla Sól og Gunnlaugur Árni keppa á The Junior Orange Bowl í Flórída
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, hefja leik í dag á The Junior Orange Bowl unglingamótinu sem fram fer í Flórída í Bandaríkjunum. Golfmótið er boðsmót þar sem að margir af bestu kylfingum Bandaríkjanna í unglingaflokki er boðið til leiks ásamt alþjóðlegum landsmeisturum víðsvegar úr veröldinni. Gunnlaugur Árni fagnaði sigri á Íslandsmótinu í golfi í flokki 17-18 ára á síðasta ári, hann varð einnig Íslandsmeistari í holukeppni í sama aldursflokki og stigameistari. Perla Sól, sem er 16 ára, varð Íslandsmeistari í golfi í Vestmanneyjum árið 2022 – næst yngsti sigurvegarinn í kvennaflokki frá upphafi. Hún varð Evrópumeistari 16 ára og yngri og hefur á undanförnum árum fagnað Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnar Þór Ragnarsson – 3. janúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnar Þór Ragnarsson. Ragnar Þór er fæddur 3. janúar 1971 og á því 52 ára afmæli í dag!!! Ragnar Þór er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Komast má á facebook síðu Ragnars Þórs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ragnar Þór Ragnarsson – 52 ára – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru eftirfarandi: Francis Clement Newton, f. 3. janúar 1874 – d, 3. ágúst 1946; Fred Haas, 3. janúar 1916-d. 26. janúar 2004; Ashley Chinner, f. 3. janúar 1963 (60 ára MERKISAFMÆLI); Trudi Jeffrey, 3. janúar 1970 (53 ára), Richard Finch 3. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Pia Babnik – 2. janúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Pia Babnik. Hún er frá Slóveníu, fædd 2. janúar 2004 og því 19 ára. Hún er þrátt fyrir ungan aldur er komin á LET. Sjá má eldri kynningu Golf1 á Babnik með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Björgvin Björgvinsson og Marólína Erlendsdóttir, GR 2. janúar 1954 (69 ára); Stefán Hrafn Jónsson,2. janúar 1968 (55 ára); Börkur Gunnarsson, 2. janúar 1970 (53 ára); Andrea Perrino, 2. janúar 1984 (39 ára); Pia Babnik, 2. janúar 2004 (19 ára – spilar á LET) ….. og ……. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gengi Hlyns Bergssonar haustið 2022 með University of North Texas
Eins og lesendum Golf 1 er kunnugt birtust greinar hér á vefnum ansi stopult haustið 2022. T.a.m. birtust engar fréttir af „krökkunum okkar“ í bandaríska háskólagolfinu. Verður hér í byrjun árs reynt að bæta úr því áður, en mót vorannar 2023 hefjast. Byrjað verður á Hlyn Bergssyni, GKG. Hann spilar með liði University of North Texas og gengur lið hans undir nafninu „The Mean Greens.“ Hlynur er 5 árs efstibekkingur og seinkar útskrift hans líklega vegna Covid-19. Á vorönn spilaði Hlynur í 4 mótum: 1) Jim Rivers Invite, sem fram fór í Choudrant Louisiana dagana 11.-13. september 2022. Hlynur keppti sem einstaklingur og varð T-216 í mótinu og stóð sig Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Njálsson –– 1. janúar 2023
Afmæliskylfingar Nýársdags í ár eru áhöfn Baldvins Njálssonar . Baldvin „er fæddur“ 1. janúar 1988 og á því 35 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni (áhöfninni) til hamingju með daginn hér að neðan: Baldvin Njálsson · 35 ára afmæli – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Emil Thorarensen, 1. janúar 1954 (69 ára) Mike Sullivan, 1. janúar 1955 (68 ára); Gestur Már Sigurðsson, GK, 1. janúar 1964 (59 ára); Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir, 1. janúar 1964 (59 ára); Paul Lawrie, 1. janúar 1969 (54 ára), Eysteinn Magnús Guðmundsson 1. janúar 1972 (47 ára); Keilir Vopnason, Lesa meira
Hvaða ungu kylfingum (u. 23 ára) ætti að veita athygli 2023? Pierceson Coody (2/10)
Pierceson Coody gerðist atvinnumaður í golfi árið 2022. Hann er fæddur 7. janúar 2000 og því 22 ára. Það tók Coody aðeins 3 mót að sigra á Korn Ferry Tour og sigurinn kom aðeins viku eftir að hann endaði í fjórða sæti. Hann fékk næstum því PGA TOUR kortið sitt eftir aðeins átta mót en endaði því miður í 32. sæti á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið. Coody verður því að spila aftur á Korn Ferry Tour árið 2023 eftir að hafa ekki náð PGA TOUR kortinu sínu í Korn Ferry Tour Finals, en það skrifast og m.a. á það að hann slasaði sig í lokakeppni tímabilsins. Coody er Lesa meira










