Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2023 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Gengi Sigurðar Blumenstein með JMU haustið 2022

GR-ingurinn og Íslandsmeistarinn í holukeppni 2022,  Sigurður Blumenstein,  er við nám og spilar með golfliði James Madison University (JMU) í bandaríska háskólagolfinu.

Háskólinn hefur á að skipa geysisterku golfliði 10 góðra kylfinga og erfitt, nánast ómögulegt að ávinna sér fast sæti í liðinu, sem hverju sinni hefir aðeins á að skipa 5 mönnum. Mót JMU haustið 2022 voru 5.

Sigurður Blumenstein tók aðeins þátt í einu móti, þ.e.  Wolfpack Intercollegiate. Mótið fór fram á Loonie Poole golfvelli North Carolina State háskólans í Raleigh, N-Karólínu, dagana 15.-16. október 2022. Sigurður spilaði sem einstaklingur og varð T-66 af 84 keppendum. Hann lék sífellt betur í mótinu, á samtals 229 höggum (80 78 71). Lið JMU varð í 8. sæti af 14 liðum í liðakeppninni.  Sjá má lokastöðuna í Wolfpack Intercollegiate 2022 með því að SMELLA HÉR: