Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2023 | 23:59

PGA: Rahm sigraði á Sentry TOC

Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem stóð uppi sem sigurvegari og Sentry Tournament of Champions (skammst: TOC).

Fyrir lokahringinn var Rahm heilum 7 höggum á eftir forystumanni 3. hrings, Collin Morikawa.

Rahm átti hins vegar glæsilokahring upp á heil 10 undir pari, meðan Morikawa var á 1 undir pari.

Sigurskor Rahm var 27 undir pari, 265 högg (64 71 67 63).

Í 2. sæti 2 höggum á eftir Rahm var Collin Morikawa, á samtals 25 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Sentry Tournament of Champions með því að SMELLA HÉR: