Fimmta árið í háskóla undirbjó Chris Gotterup svo sannarlega fyrir vinnumarkaðinn – í Rutgers var hann valinn „leikmaður ársins“ (ens.: „Big Ten Player of the Year“ ) og hlaut heiðurstitilinn All-American árið 2020 – og aukaárið sitt í háskóla notaði hann til þess að verða stjarna í Oklahoma.
Það ár (þetta eina ár sitt sem „Sooner“) vann hann nefnilega Haskins og Nicklaus verðlaunin sem topp kylfingur háskólagolfsins í Bandaríkjunum. Hann var einnig meðal efstu 10 á PGA Tour mótinu Puerto Rico Open, meðan hann var enn námsmaður í Norman.
Hann var í 7. sæti í PGA TOUR University presented by Velocity Global, sem tekur tillit til árangurs leikmanna undanfarin 2 ár og hann þótti strax sýna að hann væri efni í að spila á PGA Tour.
Hann náði enn að vera meðal efstu 10 á PGA Tour stuttu eftir að hann gerðist atvinnumaður, þ.e. hann varð T-4 á John Deere Classic. Hann náði niðurskurði 10 sinnum í 12 mótum þar með talin þessi tvö mót sem minnst er á. Hann mun hefja feril sinn 2022-2023 með tryggingu á keppnisrétti í 12 mótum á Korn Ferry Tour, eftir að hafa orðið T-3 í Q-school.