Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2023 | 10:00

Hvaða ungu kylfingum (u. 23 ára) ætti að veita athygli 2023? Christopher Gotterup (3/10)

Chris Gotterup er fæddur 20. júlí 1999 og er því 23 ára, nákvæmlega upp á dag, 1 ári yngri en Henning Darri Þórðarson í GK.

Hann er frá Little Silver í New Jersey og var r í Rutgers háskólanum  í heimaríki sínu og spilaði golf með golfliði skólans í 4 ár.

Fimmta árið í háskóla undirbjó Chris Gotterup svo sannarlega fyrir vinnumarkaðinn – í Rutgers var hann valinn „leikmaður ársins“ (ens.: „Big Ten Player of the Year“ ) og hlaut heiðurstitilinn All-American árið 2020 – og aukaárið sitt í háskóla notaði hann til þess að verða stjarna í Oklahoma.

Það ár (þetta eina ár sitt sem „Sooner“) vann hann nefnilega Haskins og Nicklaus verðlaunin sem topp kylfingur háskólagolfsins í Bandaríkjunum. Hann var einnig meðal efstu 10 á PGA Tour mótinu Puerto Rico Open, meðan hann var enn námsmaður í Norman.

Hann var í 7. sæti í PGA TOUR University presented by Velocity Global, sem tekur tillit til árangurs leikmanna undanfarin 2 ár og hann þótti strax sýna að hann væri efni í að spila á PGA Tour.

Hann náði enn að vera meðal efstu 10 á PGA Tour stuttu eftir að hann gerðist atvinnumaður, þ.e. hann varð T-4 á John Deere Classic. Hann náði niðurskurði 10 sinnum í 12 mótum þar með talin þessi tvö mót sem minnst er á. Hann mun hefja feril sinn 2022-2023 með tryggingu á keppnisrétti í 12 mótum á Korn Ferry Tour, eftir að hafa orðið T-3 í Q-school.

Aðalþjálfari Oklahoma, Ryan Hybl sagði að dræv Gotterup „gætu verið ósigrandi“ (ens.: …can be unbeatable“. Hann sló 326,6 yarda (298,6 metra) af teig á túrnum sl. tímabil.
More importantly, he is gritty and he believes he is supposed to be there,” Hybl added. (Lausleg íslensk þýðing: „Það sem er mikilvægara; hann er metnaðarfullur og ákveðinn og trúir því að honum sé ætlað að vera þarna (þ.e. á PGA Tour).“