Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Vilhjálmur V Matthíasson og Kristján Þór Einarsson – 11. janúar 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Vilhjálmur V Matthíasson og Kristján Þór Einarsson.

Vilhjálmur er fæddur 11. janúar 1963 og fagnar því 60 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan

Vilhjálmur V Matthíasson – Innilega til hamingju með 60 ára afmælið!!!

________________________

Kristján Þór Einarsson er er fæddur 11. janúar 1988 og á því 35 ára afmæli í dag!!!!

Svo sem er með mikla afreksmenn í golfi s.s. Kristján Þór er þá er aðeins hægt að tæpa á nokkrum meginatriðum á glæstum ferli í stuttri afmælisgrein.

Kristján Þór er s.s. allir vita í Golfklúbbi Mosfellsbæjar og hefir m.a. margoft verið valinn Íþróttamaður Mosfellsbæjar og verið klúbbmeistari GM (og þar áður GKJ).

Hann er næstyngsti Íslandsmeistari í golfi frá upphafi en þann titil vann hann í Vestmannaeyjum 2008 þar sem hann háði mikla baráttu við þáverandi atvinnumennina í golfi Björgvin Sigurbergsson og Heiðar Davíð Bragason. Alls hefir Kristján Þór orðið 14 sinnum Íslandsmeistari í golfi, nú síðast sumarið 2022…. og þá aftur á heimaslóðum á Vestmannaeyjavelli.

Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Kristján Þór frá árinu 2012 með því að SMELLA HÉR:

Hann var um tíma í sálfræðinámi við Nicholls State og tók þátt í bandaríska háskólagolfinu þar sem hann lék golf með liði skólans.

Kristján hefir m.a. tvívegis sigrað í „Einvíginu á Nesinu“ þ.e. árin 2014 og 2017.

Árið 2017 komst í fréttir þegar Kristján Þór náði draumaskori allra kylfinga 59 höggum. Það afrekaði hann á Bakkakotsvelli og má sjá grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:

Í fyrra, 2022, varð Kristján Þór stigameistari GSÍ og hafði s.s. áður orðið stigameistari m.a. 2014!!!

Kristján á tvö börn.

Kristján Þór Einarsson (Innilega til hamingju með 35 ára afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Frederick Guthrie Tait, f. 11. janúar 1870 – d. 7. febrúar 1900); Hrafnhildur Þórarinsdóttir, GK, 11. janúar 1945 (78 ára); Kolbrún Þormóðsdóttir, GK, 11. janúar 1952 (71 árs); Ben Daníel Crenshaw 11. janúar 1952 (71 árs); Steindór Karvelsson, 11. janúar 1958 (65 ára); Fiona Puyo, (spænsk – spilar á LET Access), 11. janúar 1987 (36 ára); Unnur Birna Björnsdóttir, 11. janúar 1987 (36 árs); Yi Eun-jung, 11. janúar 1988 (35 ára); Haley Millsap, 11. janúar 1990 (33 ára); Daníel Hilmarsson, 11.janúar 1994 (29 árs); Nikki DiSanto ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is