Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2023 | 18:04

Jon Rahm ósáttur við 5. sætið á heimslistanum

Í síðustu viku var Jon Rahm í 5. sæti heimslistans.

Jafnvel þá var hann ósáttur við þá röðun hans, þar sem stutt er síðan að hann hefir sigrað í Opna spænska og síðan á DP World Tour Championship.

Botninn tók þó úr þegar Rahm var enn rankaður í 5. sæti heimslistans eftir glæsilegan sigur hans á 1. móti ársins á PGA Tour; Sentry Tournament of Champions.

Þar náði hann að ná upp 10 högga forskoti bandaríska kylfingsins Collin Morikawa …. og sigra með ótrúlega flottum hætti.

En sigurinn hafði engin áhrif á stöðu hans á heimslistanum. Hann er enn í 5. sæti heimslistans.

Frá því í Playoffinu … hef ég sigrað þrívegis og ég kemst ekki einu sinni nálægt [Cantlay] á heimslistanum.“ sagði Rahm m.a. í viðtali við Sky Sports. „Ég er að reyna að skilja hvað er á seyði.

Cantlay sigraði aðeins í 1 móti á PGA Tour, árið 2022.

Í nóvember sl. sagði Rahm (fyrir DP World Tour Championship) að sér finndist heimslistinn „hlægilegur“.

Hefðu þeir ekki breytt stigakerfinu hefði ég verið ansi nærri nr. 1 [á heimslistanum] núna,“ sagði Rahm ennfremur á Sky Sports. „En í huga mér, finnst mér að ég hafi, frá því í ágúst, verið besti kylfingur heims.“