Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2023 | 05:00

Bandaríska háskólagolfið: Gengi Sverris Haraldssonar með Appalachian haustið ´22

GM-ingurinn Sverrir Haraldsson er við nám og spilar með golfliði Appalachian State háskólans í N-Karólínu í Bandaríkjunum.

Haustið 2022 voru 5 mót á dagskrá hjá Appalachian State.

Sverrir tók þátt í öllum mótum og var árangur hans í þeim er eftirfarandi:

1 JT Poston Invitatational. Mótið fór fram í CC of Sapphire Valley í Sapphire, N-Karólínu, dagana 27.-28. September 2022. Þáttakendur í mótinu voru 87 frá 14 háskólum. Sverrir varð T-32 á samtals 2 yfir pari, 215 höggum (72 68 75). Lið Appalachian State varð í 7. sæti í liðakeppninni.

2 Highlander Invitational. Mótið fór fram á Peter Dye River vellinum hjá Virginia Tech í Radford, Virginíu, 4. október 2022. Þátttakendur voru 36 og 4 háskólalið sem kepptu. Sverrir stóð sig best í liði Appalachian State, sem varð í 4. sæti í liðakeppninni. Sverrir lék á samtals 146 höggum (73 73).

3  Elon Phoenix Invitational. Mótið fór fram í Alamance CC í N-Karólínu, dagane 11.-12. október 2022. Sverrir lék á samtals 1 yfir pari, 214 höggum (71 70 73) og varð T-33 af 84 keppendum. Lið Appalachian varð í  2. sæti af 13 háskólaliðum, sem kepptu.

4 Grandover Collegiate. Mótið fór fram í Grandover Resort í Greensboro, N-Karólínu, dagana 23.-24. október 2022. Sverrir lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi  (73 73 75). Lið Appalachian varð í 9. sæti af 15 sem kepptu.

5 Battle at Black Creek. Mótið fór fram í Chattanooga, Tennessee, dagana 25.-26. október 2022. Sverrir lék á samtals sléttu pari (73 71 72) og varð T-15. Lið Appalachian State varð í 3. sæti af 18 liðum, sem þátt tóku.

Glæsileg frammistaða hjá Sverri og mæta hann og félagar hans Appalachian næst til leiks 24. febrúar 2023 í Raleigh, N-Karólínu. Hér fyrir neðan Sverrir og félagar: