Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2018 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel komst g. niðurskurð e. frábæran hring upp á 69!!!

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK komst í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, SSE Scottish Hydro Challenge, sem fer fram í Aviemore, Skotlandi!!!!

Hann átti frábæran hring í dag upp á 2 undir pari, 69 högg; hring þar sem hann fékk m.a örn!!!

Samtals er Axel búinn að spila á 2 yfir pari, 144 höggum (75 69).

Efsti maður í mótinu, Skotinn David Law var á sama skori og Axel í dag 69 höggum en var á 66 fyrri daginn þannig að hann er efstur á samtals 7 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á SSE Scottish Hydro Challenge SMELLIÐ HÉR: