Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2018 | 09:00

LET: Valdís Þóra T-33 e. 3. dag í Thaílandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í móti vikunnar á LET, sem er Ladies European Thailand Championship.

Mótið fer fram á Phoenix Gold Golf & CC og stendur dagana 21.-24. júní 2018 og eru þátttakendur 126.

Valdís Þóra hefir leikið fyrstu 3 hringina á sléttu pari, 216 höggum (71 71 74).

Valdís Þóra deilir 33. sætinu með 7 kylfingum þ.e. er T-33.

Heimakonan Kanyalak Preedasuttijit frá Thailandi er efst á samtals 12 undir pari, 204 höggum (70 68 66).

Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: