Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2018 | 12:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel T-27 e. 3. dag í Skotlandi – Aftur á 69 í dag!!!

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK komst glæsilega í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, SSE Scottish Hydro Challenge, sem fer fram í Aviemore, Skotlandi!!!!

Hann átti annan stórglæsilegan hring upp á 2 undir pari, 69 högg í dag; á hring þar sem hann fékk 4 fugla og 2 skolla.

Samtals er Axel búinn að spila á sléttu pari, 213 höggum (75 69 69).

Frábær spilamennska Axels hefir fleytt honum upp skortöfluna í 27. sætið sem hann deilir með 7 öðrum kylfingum.

Efstir í mótinu eftir 3. dag eru Pedro Figueiredo frá Portúgal og Walesverjinn Stuart Manley; báðir á 8 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á SSE Scottish Hydro Challenge SMELLIÐ HÉR: