Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2018 | 22:00

LPGA: Ólafía Þórunn T-59 e. 1. dag á Walmart

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lék 1. hring á Walmart NW Arkansas Championship represented by P&G á 2 undir pari, 69 höggum

Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 3 fugla og 1 skolla.

Eftir 1. dag er Ólafía Þórunn T-59 þ.e. deilir 59. sætinu með 19 öðrum stúlkum, sem allar dansa við niðurskurðarlínuna, sem er sem stendur miðuð við 2 undir pari eða betra.

Ólafía verður því að eiga frábæran hring á morgun, laugardaginn 23. júni, ætli hún sér í gegnum niðurskurð.

Í efsta sæti í mótinu eftir 1. dag er Gaby Lopez frá Mexíkó á 8 undir pari, 63 höggum.  Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Gaby með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Walmart NW Arkansas Championship SMELLIÐ HÉR: