Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2018 | 08:10

LET: Valdís Þóra á 71 á 2. degi í Thaílandi!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í móti vikunnar á LET, sem er Ladies European Thailand Championship.

Mótið fer fram á Phoenix Gold Golf & CC og stendur dagana 21.-24. júní 2018 og eru þátttakendur 126.

Valdís Þóra hefir leikið fyrstu 2 hringina á 2 undir pari, 142 höggum (71 71).

Sem stendur er Valdís Þóra í kringum 20. sætið, en margar eiga eftir að ljúka hringjum sínum og getur sætistala Valdísar Þóru því enn breyst.

Niðurskurðarlínan var miðuð við 3 yfir pari eða betra og því fór Valdís Þóra léttilega í gegnum niðurskurð.

Efst sem stendur er heimakonan Kanyalak Preedasuttijit frá Thailandi á samtals 6 undir pari, 138 höggum (70 68).

Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: