Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2018 | 23:00

LET Access: Guðrún Brá lauk keppni í 19. sæti í Sviss

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK lék frábært golf á Lavaux Ladies Championship 2018, sem var mót vikunnar á LET Access mótaröðinnni.

Guðrún Brá lék á samtals  2 yfir pari, 218 höggum (75 67 76) og landaði 19. sætinu, sem hún deildi ásamt 6 öðrum.

Sigurvegari í mótinu varð Fanny Cnops frá Belgíu, en hún lék á samtals 7 undir pari, 209 höggum (71 66 72).

Til þess að sjá lokastöðuna á Lavaux Ladies Championship 2018 SMELLIÐ HÉR:

Berglind Björnsdóttir, GR tók einnig þátt í mótinu, en náði ekki niðurskurði.