Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2018 | 05:00

PGA: Bubba sigurvegari Travelers!!!

Það var Bubba Watson, sem varð sigurvegari á Travelers Championship, móti vikunnar á PGA mótaröðinni sem fram fór á TPC River Highlands, í Cromwell, Conneticut. Sigurskor Bubba var 17 undir pari, 263 högg (70 63 67 63). Sigur Bubba var sannfærandi en hann átti heil 3 högg á næstu menn, sem deildu 2. sætinu en það voru: Paul Casey, Stewart Cink,  JB Holmes og Beau Hossler. Til þess að sjá lokastöðuna á Travelers SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokadagsins á Travelers SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2018 | 04:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel lauk keppni T-45 á SSE Scottish Hydro

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK komst glæsilega í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, SSE Scottish Hydro Challenge, sem fór fram í Aviemore, Skotlandi, dagana 21.-24. júní 2018 og lauk í gær. Axel lék á samtals 4 yfir pari, 288 höggum (75 69 69 75) og lauk keppni T-45 þ.e. deildi 45. sætinu með 3 öðrum kylfingum. Axel féll nokkuð niður skortöfluna eftir lokahringinn, sem spilaðist á 4 yfir pari, en fyrir lokahringinn var Axel í 27. sæti ásamt 7 öðrum kylfingum, á sléttu pari samtals. Sigurvegari mótsins varð heimamaðurinn David Law, en hann lék á samtals 11 undir pari (66 69 71 67) Til þess að sjá stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2018 | 17:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur lauk keppni í 71. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er í  á BMW International, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Birgir Leifur lék á samtals 8 yfir pari, 296 höggum (74 73 75 74). Hann lauk keppni einn í 71. sæti og hlaut tékka upp á € 3000 fyrir árangurinn. Sigurvegari mótsins var enski kylfingurinn Matt Wallace, sem var að vinna 2. titil sinn á Evróputúrnum, en sigurskorið var samtals 10 undir pari. Sjá má lokastöðuna á BMW International með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf María Jónsdóttir – 24. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf María Jónsdóttir, fyrsti kvenatvinnukylfingur okkar Íslendinga, sem spilaði á LET. Ólöf María er fædd í dag,  24. júní 1976 og á því 42 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili (GK). Komast má á facebook síðu Ólafar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ólöf María Jónsdóttir (42 ára– Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Billy Casper, 24. júní 1931 (87 árs); Golfistas de Chile (84 ára); Juli Inkster, 24. júní 1960 (58 ára); Jon Gerald Sullenberger, 24. júní 64 (54 ára) Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (46 ára); Louise Friberg, 24. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2018 | 12:00

LET: Valdís Þóra lauk keppni T-19 í Thaílandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tók þátt í móti vikunnar á LET, sem var Ladies European Thailand Championship. Mótið fór fram á Phoenix Gold Golf & CC og stóð dagana 21.-24. júní 2018 og voru þátttakendur 126. Valdís Þóra lék á samtals 2 undir pari, 286 höggum (71 71 74 70). Valdís Þóra lauk keppni T-19, þ.e. deildi 19. sætinu með 8 öðrum kylfingum Heimakonan Kanyalak Preedasuttijit stóð uppi sem sigurvegari á samtals 15 undir pari, 273 höggum (70 68 66 69), en allir hringir hennar voru undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2018 | 04:00

PGA: Casey efstur á Travelers e. 3. dag

Það er enski kylfingurinn Paul Casey, sem hefir 4 högga forystu í efsta sæti á 2. mann fyrir lokahring Travelers Championship. Casey er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 194 höggum (65 67 62). Hann á sem segir 4 högg á þann sem næstur kemur, bandaríska kylfinginn Russell Henley, sem hefir spilað á 12 undir pari, 198 höggum (66 65 67). Í 3. sæti eru síðan forystumaður mótsins í hálfleik Brian Harman, Íslandsvinurinn Anirban Lahiri frá Indlandi og JB Holmes, allir á 11 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Travelers Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Travelers Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2018 | 01:00

LPGA: Ólafía komst ekki g. niðurskurð

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir lokið leik á 2. hring  Walmart NW Arkansas Championship represented by P&G og reyndar keppninni líka því hún komst ekki í gegnum niðurskurð. Hún lék á 2 yfir pari, 73 höggum – Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 3 fugla og 5 skolla. Ólafía Þórunn lék samtals á sléttu pari, 142 höggum (69 73). Niðurskurðarlínan var miðuð við 2 undir pari eða betra og var Ólafía því 2 höggum frá því að ná niðurskurði. Þetta var 14. LPGA mót Ólafíu Þórunnar á þessu keppnistímabili en hún hefir aðeins náð niðurskurði 4 sinnum. Við að ná ekki niðurskurði fer hún enn neðar á stigalista LPGA, úr T-125  stöðu í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2018 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2018 (10)

Old Eagle Eye *After being reassured that his 80-year-old caddie has perfect eyesight, the golfer hits his first tee shot deep in the right rough. „Did you see it?“ the golfer asks as they walk off the tee. „Yep!“ Old Eagle Eye replies with confidence. „Well, where is it?“ „I can’t remember.“

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur T-69 e. 3. dag á BMW Int.

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er í  á BMW International, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Birgir Leifur hefir leikið á samtals 3 yfir pari, 222 höggum (74 73 75). Hann er T-69 þ.e. deilir 69. sætinu með franska stórkylfingnum Raphaël Jacquelin. Efstir og jafnir eftir 3. dag eru 6 kylfingar, þ.á.m. heimamaðurinn Martin Kaymer; en allir hafa sexmenningarnir spilað á  5 undir pari, 211 höggum. Sjá má stöðuna á BMW International með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Colin Montgomerie – 23. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Colin Montgomerie. Hann er fæddur 23. júní 1963 og er því 55 ára í dag. Monty eins og hann er oft kallaður á metið i því að vera efstur á stigalista Evrópumótaraðarinnar 8 ár, þar af 7 ár í röð þ.e. á árunum 1993-1999. Monty hefir unnið samtals 40 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 31 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem kemur honum í 4. sæti yfir þá sem unnið hafa flesta titla á þeirri mótaröð. Monty er einn þeirra sem aldrei hefir unnið risamótstitil og olli það nokkrum deilum þegar hann var þrátt fyrir það tekinn í frægðarhöll kylfinga 2013. Á móti kemur að Ryder Cup ferill Lesa meira