Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2023 | 12:37

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst varð T-51 í Thailandi!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG,  var meðal keppenda  í Thailand Classic mótinu, móti vikunnar á Evróputúrnum. Hann varð T-51 þ.e. deildi 51. sætinu með þeim Nick Bachem frá Þýskalandi, hinum sænska Jens Fahrbring, Pedro Figureiredo, frá Portúgal; Daníel Hillier frá Nýja-Sjálandi  og Jeong weon Ko frá S-Kóreu, en þeir spiluðu allir á 6 undir pari, 282 höggum. Guðmundur Ágúst spilaði jafnt og traust golf  (70 70 72 70); lítið um sviptingar í leik hans. Frábær frammistaða!!! …. og fyrir hana hlutu þeir sem voru í 51. sæti €7,178.44, hver eða u.þ.b. ISK 1.140.000,- Glæsilegt!!! Lokastöðuna í Thailand Classic mótinu má sjá með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Guðmundur Ágúst Kristjánsson í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2023 | 12:01

Evróputúrinn: Thorbjörn Olesen sigraði á Thailand Classic mótinu

Það var hinn danski Thorbjörn Olesen, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum Thailand Classic. Olesen átti 4 högg á næsta mann en hann lék á samtals 24 undir pari, 264 höggum (67 67 64 66). Í 2. sæti varð Paul Yannik frá Þýskalandi, eins og segir 4 höggum á eftir Olesen, á samtals 20 undir pari. Landi Yannik, Alexander Knappe og Joost Luiten frá Hollandi deildu síðan 3. sætinu á samtals 18 undir pari, hvor. Mótið fór fram dagana 16. – 19. febrúar 2023 í mata Spring CC, Chon Buri, Bangkok, Thailand, og lauk því í dag. Sjá má lokastöðuna á Thailand Classic með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2023 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (7/2023)

Skemmtilegir einna-línu golfdjókar á ensku (sumir hundgamlir, en gaman samt að rifja upp): 1. To some golfers, the greatest handicap is the ability to add correctly. 2. I shot one under at golf today. One under a tree, one under a bush and one under the water. 3. Golf balls are like eggs. They’re white, they’re sold by the dozen, and a week later you have to buy some more. 4. Golf got its name because all of the other four-letter words were taken. 5. In golf, some people tend to get confused with all the numbers… they shoot a “six”, yell “fore” and write “five”. 6. I play in Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Örn Ævar Hjartarson og Hjalti Árnason – 18. febrúar 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Hjalti Árnason og  Örn Ævar Hjartason. Hjalti Árnason er fæddur 18. febrúar 1963 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hann er einn þekktasti kraftlyftingamaður Íslands og fyrrum sterkasti maður heims. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið: Hjalti Árnason – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! _________ Örn Ævar Hjartason er fæddur 18. febrúar 1978 og á því 45 ára afmæli í dag!!! Eins og alltaf þegar miklir afrekskylfingar, líkt og Örn Ævar, eiga afmæli er erfitt nema rétt hægt að tæpa á nokkrum helstu afrekum viðkomandi. Þegar minnst er á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2023 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur & félagar í 10. sæti á The Gator

Hlynur Bergsson, GKG og félagar í University of North Texas (skammst.: UNT) tóku þá í The Gator mótinu. Mótið fór fram í Gainesville, Flórída, dagana 11.-12. febrúar 2023. Þátttakendur voru lið 14 háskóla. Lið UNT varð í 10. sæti í liðakeppninni. Hlynur eða Lenny eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum, lék á samtals 11 yfir pari og varð T47. Næsta mót Hlyns og félaga er 20. febrúar n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Michael Jordan – 17. febrúar 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Michael Jordan. Hann er fæddur 17. febrúar 1963 og fagnar því 60 ára afmæli í dag. Michael Jordan er einn frægast körfuboltakappi allra tíma, sem á seinni árum hefir snúið sér að golfinu og tekur reglulega þátt í. golfmótum hinna ríku og frægu, sérstaklega Pro-Am mótum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael Hoke Austin, f. 17. febrúar 1910 – d. 23. nóvember 2005; Michael Jordan, 17. febrúar 1963 (60 ára); Bjarki Þór Bjarkason, GKG 17. febrúar 1964 (59 ára); Ignacio Elvira, 17. febrúar 1987 (36 árs); Aron Bragason, 17. febrúar 1995 (28 ára) …. og …. Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Hanna Guðlaugsdóttir og Ragnar Ágúst Ragnarsson – 16. febrúar 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Hanna Guðlaugsdóttir og Ragnar Ágúst Ragnarsson. Hanna er fædd 16. febrúar 1968 og á því 55 ára afmæli. Komast má á facebook síðu Hönnu til þess að óska henni til hamingju hér að neðan Hanna Guðlaugsdóttir – Innilega til hamingju með 55 ára afmælið!!! Ragnar Ágúst er fæddur 16. febrúar 1993 og á því 30 ára stórafmæli. Ragnar Ágúst er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Ragnars Ágústs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Ragnar Ágúst Ragnarsson – Innilega til hamingju með 30 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Corsar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2023 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Hulda Clara & félagar í 3. sæti á San Diego State Classic

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og félagar í University of Denver tóku þátt í San Diego State Classic mótinu. Mótið fór fram 13.-14. febrúar í Farms of Rancho, Sante Fe, Kaliforníu. Þátttakendur voru 63 frá 12 háskólum. Hulda Clara varð T-45 á 25 yfir pari, 241 höggi (82 78 81).  Lið hennar varð í 3. sæti. Sjá má lokastöðuna á San Diego State Classic háskólamótinu, með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Huldu Clöru & félaga er í Las Vegas 20. febrúar n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Eyþór Hrafnar og Þórdís – 15. febrúar 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru Eyþór Hrafnar Ketilsson og Þórdís Rögnvaldsdóttir. Bæði eru þau fædd 15. febrúar 1996 og eiga því bæði 27 ára afmæli í dag. Eyþór Hrafnar er í Golfklúbbi Akureyrar (GA) og Þórdís er í Golfklúbbinum Hamri á Dalvík (GHD). Komast má á facebook síðu Eyþórs Hrafnars og Þórdísar hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið Eyþór Hrafnar Ketilsson (27 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Þórdís Rögnvaldsdóttir (27 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joyce Penelope Wilhelmina Frankenberg (leikkona betur þekkt sem Jane Seymour) 15. febrúar 1951 (72 ára); Johann J Ingolfsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2023 | 10:00

PGA: Scottie Scheffler sigraði á WM Phoenix Open

Það var Scottie Scheffler, sem stóð uppi sem sigurvegari á WM Phoenix Open í ár. Mótið fór að venju fram á Stadium vellinum í TPC Scottsdale, að þessu sinni 9.-12. febrúar 2023. Sigurskor Scheffler var 19 undir pari, 265 högg (68 64 68 65). Scheffler átti 2 högg á þann sem varð í 2. sæti, Nick Taylor frá Kanada. Scottie er fæddur sama dag og golfdrottningin okkar Ragnhildur Sigurðardóttir, 21. júní 1996 og er því 26 ára. Sigurinn er hans 5. á PGA Tour og sá 7. á atvinnumannsferli hans. John Rahm varð að láta sér lynda 3. sætið (á samtals 14 undir pari); Justin Thomas varð í 4. sæti Lesa meira