Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2023 | 10:00

PGA: Scottie Scheffler sigraði á WM Phoenix Open

Það var Scottie Scheffler, sem stóð uppi sem sigurvegari á WM Phoenix Open í ár.

Mótið fór að venju fram á Stadium vellinum í TPC Scottsdale, að þessu sinni 9.-12. febrúar 2023.

Sigurskor Scheffler var 19 undir pari, 265 högg (68 64 68 65).

Scheffler átti 2 högg á þann sem varð í 2. sæti, Nick Taylor frá Kanada.

Scottie er fæddur sama dag og golfdrottningin okkar Ragnhildur Sigurðardóttir, 21. júní 1996 og er því 26 ára. Sigurinn er hans 5. á PGA Tour og sá 7. á atvinnumannsferli hans.

John Rahm varð að láta sér lynda 3. sætið (á samtals 14 undir pari); Justin Thomas varð í 4. sæti (á samtals 13 undir pari og Jason Day í 5. sæti (á samtals 12 undir pari).

Sjá má lokastöðuna á WM Phoenix Open með því að SMELLA HÉR: