Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2023 | 12:37

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst varð T-51 í Thailandi!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG,  var meðal keppenda  í Thailand Classic mótinu, móti vikunnar á Evróputúrnum.

Hann varð T-51 þ.e. deildi 51. sætinu með þeim Nick Bachem frá Þýskalandi, hinum sænska Jens Fahrbring, Pedro Figureiredo, frá Portúgal; Daníel Hillier frá Nýja-Sjálandi  og Jeong weon Ko frá S-Kóreu, en þeir spiluðu allir á 6 undir pari, 282 höggum.

Guðmundur Ágúst spilaði jafnt og traust golf  (70 70 72 70); lítið um sviptingar í leik hans.

Frábær frammistaða!!! …. og fyrir hana hlutu þeir sem voru í 51. sæti €7,178.44, hver eða u.þ.b. ISK 1.140.000,- Glæsilegt!!!

Lokastöðuna í Thailand Classic mótinu má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Guðmundur Ágúst Kristjánsson í Thailandi. Mynd: GSÍ