Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2018 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur úr leik á Italian Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Italian Challenge presented by Cashback World. Á 2. degi lék Birgir Leifur á 2 yfir pari, 73 höggum og var því samtals á 1 yfir pari, 143 höggum (70 73). Það dugði ekki til því niðurskurður var miðaður við samtals 2 undir pari eða betra. Efstur í mótinu í hálfleik er Svíinn Sebastian Söderberg á samtals 11 undir pari (64 67). Til þess að sjá stöðuna á Italian Challenge presented by Cashback World SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2018 | 18:00

GHG: Þuríður og Fannar Ingi klúbbmeistarar 2018

Meistaramót Golfklúbbs Hveragerðis (GHG) fór fram dagana 4.-7. júlí 2018. Þátttakendur voru 21 og kepptu í 6 flokkum. Klúbbmeistarar GHG 2018 eru Þuríður Gísladóttir og Fannar Ingi Steingrímsson. Heildarúrslit í Meistaramóti GHG 2018 voru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1 Fannar Ingi Steingrímsson GHG -7 F 37 38 75 3 80 70 73 75 298 10 2 Einar Lyng Hjaltason GHG 1 F 36 36 72 0 79 76 83 72 310 22 3 Þorsteinn Ingi Ómarsson GHG 0 F 38 44 82 10 78 78 75 82 313 25 4 Elvar Aron Hauksson GHG 1 F 38 40 78 6 91 76 74 78 319 31 5 Guðjón Helgi Auðunsson GHG Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2018 | 17:17

LPGA: Ólafía Þórunn á -3 á 2. hring þegar 3 holur eru eftir

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, LPGA atvinnukylfingur úr GR, er að spila á móti vikunnar á LPGA; Marathon Classic Presented by Owens Corning and 0-1 Mótið fer fram í Svannah, Ohio. Ólafía Þórunn hefir nú lokið við að spila 15 holur á 2. hring mótsins og allt lítur vel út.  Hún hefir fengið 4 fugla og 2 skolla á hringnum og er á samtals 3 undir pari, þegar 3 holur eru eftir, en fyrri dag lék hún á 1 undir pari. Sem stendur er hún jöfn í 25. sæti og haldi hún því, er því spáð að hún fari upp um 10 sæti á stigalistanum þ.e. úr 132. sætinu sem hún er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ian Stanley Palmer – 13. júlí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Ian Stanley Palmer, frá Suður-Afríku. Hann er fæddur 13. júlí 1957 og á því 61 árs afmæli í dag. Palmer gerðist atvinnumaður í golfi 1981 og hefir síðan þá bæði sigraði á Sólskinstúrnum þ.e. 3 sinnum og á Evróputúrnum, tvisvar. Í Suður-Afríku er hann í hinum fræga golfklúbbi Bloemfontein. Hann kvæntist konu sinni Louise 1987 og eiga þau tvö börn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sumarlína Ehf (88 ára) og Sóley Elíasdóttir, f, 13. júlí 1967 (51 árs) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2018 | 07:00

GMS: Erna og Margeir Ingi klúbbmeistarar 2018

Meistaramót Golfklúbbsins Mostra á Stykkishólmi (GMS) fór fram dagana 4.-7. júlí 2018. Þátttakendur voru 14 í 3 flokkum. Klúbbmeistarar GMS 2018 eru Erna Guðmundsdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Ernu klúbbmeistara kvenna í GMS með því að SMELLA HÉR:  Heildarúrslit í Meistaramótinu hjá GMS 2018 eru: Karlar: 1 Margeir Ingi Rúnarsson GMS 1 F 39 36 75 3 72 76 76 75 299 11 2 Gunnar Björn Guðmundsson GMS 6 F 39 44 83 11 80 84 78 83 325 37 3 Sigursveinn P Hjaltalín GMS 8 F 40 41 81 9 78 87 80 81 326 38 4 Rúnar Örn Jónsson GMS 7 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2018 | 00:01

PGA: Wheatcroft efstur e. 1. dag John Deere Classic

Það er Steve Wheatcroft, frá Bandaríkjunum, sem er efstur á móti vikunnar á PGA Tour, John Deere Classic. Wheatcroft kom í hús á 9 undir pari, 62 höggum. Fast á hæla Wheatcroft er Michael Kim á 8 undir pari, 63 höggum og síðan deila 3. sætinu 4 kylfingar: Johnson Wagner, frá Bandaríkjunum,  Nick Taylor frá Kanada, Andres Romero frá Argentínu og Joel Dahmen frá Bandaríkjunum, allir á 7 undir pari, 64 höggum. Bryson DeChambeau dró sig úr mótinu með axlarmeiðsli. Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2018 | 23:00

LPGA: Ólafía í 43. sæti e. 1. dag Marathon Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR hóf keppni á móti vikunnar á LPGA; Marathon Classic Presented by Owens Corning and 0-1 Mótið fer fram í Svannah, Ohio. Ólafía Þórunn fór út kl. 14:05 að staðartíma (sem er kl. 18:05 að íslenskum tíma) og var í ráshóp með Brittany Benvenuto og áhugamanninum Lizzie Win, sem eru báðar frá Bandaríkjunum. Ólafía lék 1. hring á 1 undir pair, 70 höggum og er T-43. Sjá má stöðuna á Marathon Classic með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2018 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-54 e. 1. dag á Italian Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Italian Challenge presented by Cashback World. Eftir 1. dag er er Birgir Leifur T-54 á 1 undir pari, 70 höggum. Á 1. hring fékk Birgir Leifur 1 örn, 3 fugla og 2 skramba. Efstur eftir 1. dag í mótinu eru Mario Aguilar Galiano frá Spáni og Sebastian Söderberg frá Svíþjóð, en báðir léku á 7 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna á  Italian Challenge presented by Cashback World SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: List efstur e. 1. dag á Opna skoska – Hápunktar

Það er Luke List frá Bandaríkjunum, sem er efstur eftir 1. dag á Aberdeen Standard Investments Scottish Open, eða Opna skoska. List lék á 7 undir pari, 63 glæsihöggum, en skor voru almennt lág eftir 1. dag. T.a.m. er hópur 5 kylfinga í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir á 6 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Opna skoska eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta Opna skoska eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rósant Birgisson – 12. júlí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Rósant Birgisson. Rósant er fæddur 12. júlí 1971 og á því 47 ára afmæli!!! Rósant er í Nesklúbbnum. Komast má á facebook síðu Rósants til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Rósant Birgisson (47 ára afmæli – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru Mark Calcavecchia, 12. júní 1960 (58 ára); Thuridur Osk Valtysdottir, 12. júní 1963; (55 ára); Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, 12. júní 1967 (51 árs); Rósant Birgisson 12. júní 1971 (47 ára); Sigurpáll Geir Sveinsson, 12. júlí 1975 (43 ára); Matthew Nixon, 12. júní 1989 (29 ára); Sindri Snær Kristófersson, GKG, 12. júní 2003 Lesa meira