Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2018 | 17:17

LPGA: Ólafía Þórunn á -3 á 2. hring þegar 3 holur eru eftir

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, LPGA atvinnukylfingur úr GR, er að spila á móti vikunnar á LPGA; Marathon Classic Presented by Owens Corning and 0-1

Mótið fer fram í Svannah, Ohio.

Ólafía Þórunn hefir nú lokið við að spila 15 holur á 2. hring mótsins og allt lítur vel út.  Hún hefir fengið 4 fugla og 2 skolla á hringnum og er á samtals 3 undir pari, þegar 3 holur eru eftir, en fyrri dag lék hún á 1 undir pari.

Sem stendur er hún jöfn í 25. sæti og haldi hún því, er því spáð að hún fari upp um 10 sæti á stigalistanum þ.e. úr 132. sætinu sem hún er í nú í 122. sætið…. en margir keppendur eiga eftir að ljúka hringjum sínum.

Hún þarf svo sannarlega á því að halda að komast a.m.k. í gegnum niðurskurð, því þetta er 16. LPGA mót hennar á þessu keppnistímabili og hún hefir komist 4 sinnum í gegnum niðurskurð.

Hins vegar hefir í undanförnum mótum aðeins munað 1-2 höggum að hún nái niðurskurði, einkum hefir hún eyðilagt fyrir sér á lokaholum seinni hrings síns … og nú er spennandi að sjá hvort hún haldi fengnum hlut á glæsilegum hring sínum hingað til og náði niðurskurði í 5. sinn!!! …. það er vonandi að hún bæti við 1 fugli og tapi a.m.k. ekki höggi!!!

Fylgjast má með Ólafíu Þórunni og sjá má stöðuna á Marathon Classic með því að SMELLA HÉR: