Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2018 | 07:21

GKG: Árný Eik og Alfreð Brynjar klúbbmeistarar 2018

Meistaramót Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar fór fram dagana 8.-14. júlí 2018. Þátttakendur voru 328 í 25 flokkum. Klúbbmeistarar GKG 2018 eru Árný Eik Dagsdóttir og Alfreð Brynjar Kristinsson. Sjá má heildarúrslit í Meistaramóti GKG 2018 hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 1 F 35 33 68 -3 76 73 73 68 290 6 2 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 1 F 35 36 71 0 76 69 76 71 292 8 3 Jón Gunnarsson GKG 6 F 35 38 73 2 78 73 68 73 292 8 4 Sigmundur Einar Másson GKG 4 F 35 40 75 4 74 75 72 75 296 12 5 Úlfar Jónsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2018 | 00:01

LPGA: Ólafía Þórunn T-39 e. 3. dag

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir nú komist í gegnum niðurskurð 5 sinnum á LPGA mótaröðinni, það sem af er keppnistímabilsins. Í gær lék hún 3. hring á Marathon Classic Presented by Owens Corning and 0-1 á  sléttu pari, 71 höggi.  Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 4 fugla og 4 skolla. Samtals er Ólafía Þórunn á 4 undir pari 209 höggum (68 70 71). Mótið fer fram í Savannah, Ohio. Efst eftir 4. dag er kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson, sem leikið hefir á samtals 11 undir pari (67 66 69). Til þess að sjá stöðuna á Marathon Classic Presented by Owens Corning and 0-1 eftir SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2018 | 22:00

GL: Valdís Þóra og Stefán Orri klúbbmeistarar 2018

Meistaramót Golfklúbbsins Leynis á Akranesi fór fram dagana 11.-14. júlí 2018. Þátttakendur voru 95 sem kepptu í 17 flokkum. Klúbbmeistarar GL 2018 eru Valdís Þóra Jónsdóttir og Stefán Orri Ólafsson. Sjá má heildarúrslitin í Meistaramóti GL 2018 hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Stefán Orri Ólafsson GL 2 F 36 38 74 2 78 73 79 74 304 16 2 Þórður Emil Ólafsson GL 5 F 36 38 74 2 79 72 82 74 307 19 3 Björn Viktor Viktorsson GL 8 F 39 38 77 5 77 78 81 77 313 25 4 Hróðmar Halldórsson GL 7 F 36 39 75 3 80 80 80 75 315 27 5 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2018 | 21:00

GKG: Árni með ás

Árni Zophoniasson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 13. holu Leirdalsvallar á síðasta degi meistaramóts GKG, 14. júlí 2018. Pinninn var um 140 metra frá teig og sló Árni með fimm járni. Árni smell hitti boltann og lenti hann á flötinni fékk eitt hopp en spann svo til baka í holuna. Sannkallað meistarahögg hjá Árna!!! Golf 1 óskar Árna innilega til hamingju með ásinn!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2018 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2018 (13)

A golfer sliced a ball into a field of chickens, striking one of the hens and killing it instantly. He was understandably upset, and sought out the farmer. “I’m sorry,” he said, “my terrible tee-shot hit one of your hens and killed it. Can I replace the hen?” “I don’t know about that,” replied the farmer, mulling it over. “How many eggs a day do you lay?” Eggs..? Golf balls are like eggs. They’re white. Sold by the dozen. And a week later you have to buy some more.

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björnsson – 14. júlí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björnsson. Birgir er fæddur Bastilludaginn, 14. júlí 1978 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Hann er menntaður kylfusmiður og starfar í Hraunkoti í Golfklúbbnum Keili, en Birgir er auk þess feykigóður kylfingur. Hann heldur úti frábærri golfsíðu, Golfkylfur.is sem komast má á með því að SMELLA HÉR: Birgi hlotnaðist sá heiður að vera sæmdur silfurmerki Golfklúbbsins Keilis í maí 2017 á 50 ára afmælisári klúbbsins vegna starfa sinna í þágu klúbbsins. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:   Birgir Bjornsson (40 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2018 | 14:00

Immelman á krossgötum

Suður-afríski kylfingurinn Trevor Immelman er á krossgötum. Þessi fyrrum Masters sigurvegari segist vera að sætta sig við að hann geti ekki lengur reglulega keppt við bestu kylfinga heims þó að hann haldi í daufa „vonarglætu“. Eitt af því sem ýtti undir vonarglætu Immelman er frábær hringur upp á 64 högg núna í gær á Opna skoska, sem fram fer á Gullane vellinum nálægt Edinborg. Þarna sáust fornir glæsitaktar Immelman, þeir sömu og leiddu hann til sigurs á Augusta National 2008, þegar hann keppti við sjálfan Tiger um sigurinn. En sl. áratugur frá þessum hátindi Immelman, sem nú vinnur sem golffréttaskýrandi, hefir verið þrautaganga meiðsla og veikinda, þannig að hann hefir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2018 | 07:00

PGA: Michael Kim efstur í hálfleik John Deere þegar leik var frestað

Bandaríski kylfingurinn Michael Kim var með örugga forystu þegar leik var frestað á John Deere Classic mótinu vegna veðurs. Kim er búinn að spila hringina tvo á samtals 16 undir pari og á eftir að spila 1 holu. Næstir honum koma 3 kylfingar: David Hearn frá Kanada og Steve Wheatcroft og Johnson Wagner frá Bandaríkjunum, allir á samtals 12 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2018 | 00:01

Evróputúrinn: Rock efstur á Opna skoska

Það er enski kylfingurinn Robert Rock, sem er í forystu þegar Opna skoska er hálfnað. Rock er búinn að spila á 13 undir pari, 127 höggum (64 63). Öðru sætinu deila danski kylfingurinn Jens Dantorp og enski kylfingurinn Tyrrell Hatton, báðir á 11 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Opna skoska SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2018 | 20:00

GHR: Hafdís Alda og Andri Már klúbbmeistarar 2018

Meistaramót GHR 2018 fór fram dagana 4.-7. júlí sl. Þátttakendur voru 23 og kepptu þeir í 10 flokkum. Klúbbmeistarar GHR 2018 eru Hafdís Alda Jóhannsdóttir og Andri Már Óskarsson. Þau tvö hafa orðið klúbbmeistarar m.a. 2013 og 2012 en meðfylgjandi mynd er tekin af þeim þegar þau urðu klúbb- meistarar GHR fyrir 6 árum – en í ár náðist ekki mynd af þeim saman þar sem Hafdís Alda þurfti að fara erlendis. Þess mætti geta að Andri Már hefir orðið klúbbmeistari GHR í karlaflokki samfellt frá 2012 eða í 7 ár samfellt. Heildarúrslit úr meistaramóti GHR 2018 eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1 Andri Már Óskarsson GHR -2 F 35 37 Lesa meira