Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2018 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur úr leik á Italian Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Italian Challenge presented by Cashback World.

Á 2. degi lék Birgir Leifur á 2 yfir pari, 73 höggum og var því samtals á 1 yfir pari, 143 höggum (70 73).

Það dugði ekki til því niðurskurður var miðaður við samtals 2 undir pari eða betra.

Efstur í mótinu í hálfleik er Svíinn Sebastian Söderberg á samtals 11 undir pari (64 67).

Til þess að sjá stöðuna á Italian Challenge presented by Cashback World SMELLIÐ HÉR: