Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2018 | 00:01

PGA: Wheatcroft efstur e. 1. dag John Deere Classic

Það er Steve Wheatcroft, frá Bandaríkjunum, sem er efstur á móti vikunnar á PGA Tour, John Deere Classic.

Wheatcroft kom í hús á 9 undir pari, 62 höggum.

Fast á hæla Wheatcroft er Michael Kim á 8 undir pari, 63 höggum og síðan deila 3. sætinu 4 kylfingar: Johnson Wagner, frá Bandaríkjunum,  Nick Taylor frá Kanada, Andres Romero frá Argentínu og Joel Dahmen frá Bandaríkjunum, allir á 7 undir pari, 64 höggum.

Bryson DeChambeau dró sig úr mótinu með axlarmeiðsli.

Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: