Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2018 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-54 e. 1. dag á Italian Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Italian Challenge presented by Cashback World.

Eftir 1. dag er er Birgir Leifur T-54 á 1 undir pari, 70 höggum.

Á 1. hring fékk Birgir Leifur 1 örn, 3 fugla og 2 skramba.

Efstur eftir 1. dag í mótinu eru Mario Aguilar Galiano frá Spáni og Sebastian Söderberg frá Svíþjóð, en báðir léku á 7 undir pari, 64 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á  Italian Challenge presented by Cashback World SMELLIÐ HÉR: