Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Josh Teater (11/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 15. sæti peningalistans, Josh Teater. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Josh Teater fæddist í Danville, Kentucky, 6. apríl 1979 Lesa meira
PGA: DeChambeau og Uihlein deila forystunni e. 3. dag á Shriners
Það eru bandarísku kylfingarnir Bryson DeChambeau og Peter Uihlein, sem deila forystunni á Shriners Hospital for Children Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Báðir hafa þeir DeChambeau og Uihlein spilað á 16 undir pari, 197 höggum; DeChambeau (66 66 65) og Uihlein (63 66 68). Gamla brýnið Lucas Glover er síðan í 3. sæti á 15 undir pari, aðeins 1 höggi á eftir og gaman að sjá hann meðal efstu manna! Fjórða sætinu deila Patrick Cantley og Robert Streb á 14 undir pari, hvor. Nýliðinn Cameron Champ er síðan einn í 6. sæti á 13 undir pari, 200 höggum (69 65 66). Sjá má hápunkta frá 3. hring Shriners Hospital Lesa meira
Úrtökumót f. Evróputúrinn: Haraldur Franklín á 69 á 2. degi í Almería!!
Haraldur Franklín Magnús, GR tekur þátt í 2. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Desert Springs golfklúbb- num, í Almería á Spáni. Þegar úrtökumótið er hálfnað er Haraldur á samtals 3 undir pari, 141 höggi (72 69). Hann átti frábæran hring upp á 3 undir pari í dag, þar sem hann fékk 6 fugla en því miður líka 3 skolla. Haraldur Franklín deilir 35. sætinu í mótinu, sem stendur, með 5 öðrum kylfingum. Sjá má stöðuna í hálfleik á úrtökumótinu í Almería með því að SMELLA HÉR:
Úrtökumót f. LET: Guðrún Brá á frábæru skori 71 á 3. hring!!!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, kom í hús á frábæru skori á 3. hring í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna. Úrtökumótið sem ber heitið „Lalla Aicha Tour School“ fer að venju fram í Marakesh, í Marokkó. Guðrún Brá er samtals búin að spila á 6 yfir pari, 222 höggum (75 76 71) og er T-16 þ.e. deilir 16. sætinu með 4 öðrum. Efstu 25 og þær sem jafnar eru í 25. sæti fá að spila á lokaúrtökumótinu fyrir LET. Vonandi gengur allt sem allra best hjá Guðrúnu Brá á morgun!!! Til þess að sja stöðuna á úrtökumótinu í Marokkó SMELLIÐ HÉR:
Úrtökumót f. Evróputúrinn: Birgir Leifur T-9 e. 2. dag
Atvinnumaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er að spila frábært golf á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evróputúrinn, sem fram fer í Madríd á Spáni. Spilað er á El Encin í Alcala de Henares. Þegar mótið er hálfnað þ.e. eftir 2 spilaða hringi er Birgir Leifur í góðum málum og deilir 9. sæti. Hann átti stórglæsilegan hring í gær upp á 66 högg og fylgdi hringnum eftir með hring upp á 70 högg. Hann er samtals á 8 undir pari, 136 höggum (66 70). Til þess að sjá stöðuna á úrtökumótinu í Madríd SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Lokahringur lokaúrtökumótsins formsatriði hjá Ólafíu
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lék lokahringinn á lokaúrtökumóti LPGA á 80 höggum og lauk keppni T-93. Samtals lék Ólafía Þórunn þetta úrtökumótsmaraþon á 28 yfir pari, 604 höggum (76 77 72 75 78 74 72 80). Það var aðeins formsatriði að ljúka leik í mótinu en ljóst var að hún yrði ekki meðal efstu 45 og er því ekki með keppnisrétt á LPGA á næsta ári. Ljóst var að Ólafía Þórunn yrði að fara í lokaúrtökumótið eftir að henni tókst ekki að halda sér meðal 100 efstu á stigalista LPGA, en hún endaði í 139. sæti stigalistans. Vinkona Ólafíu Þórunnar frá háskólaárunum í Wake Forest og frænka Tiger, Cheyenne Woods, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhannes Ármannsson – 3. nóvember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Jóhannes Ármannsson. Jóhannes er fæddur 3. nóvember 1969 og er því 49 ára í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness. Jóhannes er kvæntur og á einn son, Davíð Ólaf. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum með daginn hér að neðan: Jóhannes Ármannsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sue Daniels, áströlsk, 3. nóvember 1958 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Michael Paul Springer, 3. nóvember 1965 (53 ára); Hk Konfekt (43 ára) Guðbjörg Þorsteinsd, 3. nóvember 1979 (39 ára); Laurie Canter, 3. nóvember Lesa meira
Evróputúrinn: Li leiðir e. 3. dag Turkish Airlines Open
Li Haotong er í forystu fyrir lokahringinn á móti vikunnar á Evróputúrnum; Turkish Airlines Open. Li hefir spilað hringina 3 á 17 undir pari, 196 höggum (66 67 63). Alexander Levy og Justin Rose deila 2. sætinu 3 höggum á eftir, báðir á 14 undir pari, 199 höggum. Til þess að sjá hápunkta 3. hrings á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR:
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Wyndham Clark (10/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 16. sæti peningalistans, Wyndham Clark. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Wyndham Clark fæddist 9. desember 1993 í Denver, Colorado Lesa meira
LPGA: Ólafía á 72 á 7. hring lokaúrtökumótsins
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er nú loks farin að sýna sitt rétt andlit á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA. Hún lék 7. hringinn á Pinehurst nr. 7 í dag á sléttu pari, 72 höggum, sem er besti hringur hennar í úrtökumótinu til þessa. Ólafía Þórunn fékk 3 fugla og 3 skolla á hringnum Með þessu fór hún upp í 83. sætið. Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 20 yfir pari, 524 högg (76 77 72 75 78 74 72). … bara að hún hefði spilað svona alla 6 hringina þar á undan, þá væri hún inni á LPGA, en niðurskurðarlínan er nú við samtals 8 yfir pari. Næsta vonlaust er Lesa meira










