Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2018 | 18:34

Úrtökumót f. LET: Guðrún Brá á frábæru skori 71 á 3. hring!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, kom í hús á frábæru skori á 3. hring í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna.

Úrtökumótið sem ber heitið „Lalla Aicha Tour School“ fer að venju fram í Marakesh, í Marokkó.

Guðrún Brá er samtals búin að spila á 6 yfir pari, 222 höggum (75 76 71) og er T-16 þ.e. deilir 16. sætinu með 4 öðrum.

Efstu 25 og þær sem jafnar eru í 25. sæti fá að spila á lokaúrtökumótinu fyrir LET.

Vonandi gengur allt sem allra best hjá Guðrúnu Brá á morgun!!!

Til þess að sja stöðuna á úrtökumótinu í Marokkó SMELLIÐ HÉR: