Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2018 | 22:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Haraldur Franklín á 69 á 2. degi í Almería!!

Haraldur Franklín Magnús, GR tekur þátt í 2. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Desert Springs golfklúbb- num, í Almería á Spáni.

Þegar úrtökumótið  er hálfnað er Haraldur á samtals 3 undir pari, 141 höggi (72 69).

Hann átti frábæran hring upp á 3 undir pari í dag, þar sem hann fékk 6 fugla en því miður líka 3 skolla.

Haraldur Franklín deilir 35. sætinu í mótinu,  sem stendur, með 5 öðrum kylfingum.

Sjá má stöðuna í hálfleik á úrtökumótinu í Almería með því að SMELLA HÉR: