Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Wyndham Clark (10/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 16. sæti peningalistans, Wyndham Clark. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals.

Wyndham Clark fæddist 9. desember 1993 í Denver, Colorado og er því 24 ára.

Hann er 1,83 á hæð og 78 kg.

Clark var við nám í University of Oregon og lék með golfliðinu í bandariska háskólagolfinu.

Keppnistímabilið 2017-2ö18 varð Clark 4 sinnum meðal efstu 10 á mótum Web.com Tour og nældi sér þannig í 16. sætið á peningalista mótaraðarinnar og spilar því á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, keppnistímabilið 2018-2019.

Í hálfleik Shriners Hospital for Children Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour, er Clark T-61 og því kominn í gegnum niðurskurð, með skor upp á 3 undir pari, 139 högg (67 72)!!!