Afmæliskylfingur dagsins: Halldór Bragason – 6. nóvember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Halldór Bragason. Halldór er fæddur 6. nóvember 1956 og á því 62 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Halldór Bragason (62 árs– Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Hume McCormack, (f. 6. nóvember 1930 – d. 16. maí 2003); John Francis Pott, 6. nóvember 1935 (83 ára); Margrét Blöndal (57 ára); Scott Piercy, 6. nóvember 1978 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Juanderful Nlp (35 ára); Jennie Lee 6. nóvember 1986 (32 ára); Juliana Murcia Ortiz, 6. nóvember 1987 (31 árs); Gaflaraleikhúsið Hafnarfirði (28 ára); Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Adam Svensson (12/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 14. sæti peningalistans, Adam Svensson. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Adam Svensson fæddist 31. desember 1993 í Surrey, Canda Lesa meira
Evróputúrinn: Rose varði titilinn í Tyrklandi!
Enski kylfingurinn Justin Rose stóð uppi sem sigurvegari í móti sl. viku Turkish Airlines Open og varði þar með titil sinn. Rose var jafn kínverska kylfingnum Haotong Li eftir hefðbundnar 72 holur og því varð að koma til bráðabana milli þeirra sem Rose sigraði í þegar á 1. holu á pari, meðan Li fékk skolla. Fyrir sigurinn í Turkish Airlines Open hlaut Rose € 1,025,132. Til þess að sjá lokastöðuna á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR:
Haraldur Franklín komst ekki á lokaúrtökumótið
Haraldur Franklín Magnús, GR, komst ekki á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröð karla. Hann tók þátt í 2. stigs úrtökumótinu í Desert Springs í Almería, á Spáni. Haraldur lék á samtals á 4 undir pari, 284 höggum (72 69 68 75). Hann varð T-37 og það dugði ekki ekki til – Haraldur hefði þurft að spila á 8 undir pari samtals til þess að komast í lokaúrtökumótið en 20 efstu og þeir sem jafnir voru í 20. sæti komust áfram. Sjá má lokastöðuna á úrtökumótinu í Desert Springs með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Bubba Watson —– 5. nóvember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Bubba Watson. Bubba er fæddur 5. nóvember 1978 og á því 40 ára STÓRafmæli í dag!!! Hér má sjá eldri kynningu Golf 1 á bandaríska kylfingnum Bubba Watson SMELLIÐ HÉR: Aðrir frægir kylfingar eru: Jón Vilberg Guðjónsson, 5. nóvember 1962 (56 ára); Marco Crespi, 5. nóvember 1978 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Valþór Andreasson, 5. nóvember 1980 (38 ára); Einar Haukur Óskarsson, 5. nóvember 1982 (36 ára) … og … Helga Braga Jonsdottir Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við Lesa meira
Birgir Leifur varð T-6 í El Encin og er kominn á lokaúrtökumótið
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG varð T-6 á 2. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kara, en úrtökumótið fór fram á El Encin, í Alcala de Henares á Spáni. Birgir Leifur spilaði frábært golf; lék á samtals 13 undir pari, 275 höggum (66 70 68 71). Glæsilegt!!! Hann er því kominn á lokaúrtökumótið, þar sem ræðst hvort hann fær fullan spilarétt á Evrópumótaröð karla keppnistímabilið 2019. Sá sem sigraði í úrtökumótinu var Ný-Sjálendingurinn Josh Geary, en hann lék á samtals 17 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á úrtökumótinu í El Encin SMELLIÐ HÉR:
PGA: DeChambeau sigraði á Shriners
Það var Bryson DeChambeau sem sigraði á Shriners Hospital for Children Open. Mótið fór að venju fram á TPC Summerlin, í Las Vegas, Nevada. Sigurskor DeChambeau var 21 undir pari, 263 högg (66 66 65 66). Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Patrick Canlay aðeins 1 höggi á eftir á samtals 20 undir pari. Fyrir sigurinn hlaut DeChambeau $1,260,000 í verðlaunafé sem er það hæsta sem hann hefir unnið sér inn til þessa. Sjá má lokastöðuna á Shriners Hospital for Children Open með því að SMELLA HÉR:
Guðrún Brá komst á lokaúrtökumót LET!!!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, hefir verið að keppa í úrtökumóti til þess að komast á lokaúrtökumót LET í Marokkó, en mótið fór fram 1. -4. nóvember og lauk í dag. Guðrún Brá lék á samtals á 8 yfir pari, 296 höggum ( 75 76 71 74). Guðrún Brá varð T-21 og komst því í lokaúrtökumótið en 36 efstu og þær sem jafnar voru í 36. sæti í þessu úrtökumóti hlutu keppnisrétt í lokaúrtökumótinu, þar sem ræðst hverjar spila á LET á 2019 keppnistímabilinu. Í ár þurfti að spila samtals á 15 yfir pari eða betur til þess að hljóta sæti í lokaúrtökumótinu Glæsilegt hjá Guðrúnu Brá!!! Sú sem sigraði í úrtökumótinu Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Vikar og félagar urðu í 17. sæti á Hawaii
Vikar Jónasson GK og félagar hans í Southern Illinois Univesity (Carbondale) skammst. SIU, luku keppni á Ka´anapali Collegiate Classic mótinu í dag. Mótið fór fram dagana 2.-4. nóvember 2018 í Lahaina í Hawaii og voru þátttakendur 116 frá 20 háskólum. Vikar hafnaði í 92. sæti í einstaklingskeppninni með skor upp á 9 yfir pari, 222 högg (76 76 70). Hann var á 3. besta skorinu í liði sínu og fékk m.a. 2 erni í mótinu (báða á par-5 6. braut Ka´anapali golfvallarins þ.e. á 2. og 3. hring). Frábært hjá Vikar!!! Lið Southern Illinois, sem tók þátt í fyrsta sinn í mótinu hafnaði í 17. sæti Til þess að sjá lokastöðuna Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Aðalheiður Laufey Aðalsteinsdóttir – 4. nóvember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Aðalheiður L. Aðalsteinsdóttir. Aðalheiður er fædd 4. nóvember 1964 og á því afmæli í dag! Hún er frá Húsavík og mikill kylfingur. Aðalheiður er gift og á 3 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Aðalheiður L Aðalsteinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Seve Benson, 4. nóvember 1986 (32 ára) …. og …… Snyrti Og Nuddstofan Paradís (37 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið Lesa meira










