Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2018 | 18:18

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Birgir Leifur T-9 e. 2. dag

Atvinnumaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er að spila frábært golf á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evróputúrinn, sem fram fer í Madríd á Spáni.

Spilað er á El Encin í Alcala de Henares.

Þegar mótið er hálfnað þ.e. eftir 2 spilaða hringi er Birgir Leifur í góðum málum og deilir 9. sæti.

Hann átti stórglæsilegan hring í gær upp á 66 högg og fylgdi hringnum eftir með hring upp á 70 högg.

Hann er samtals á 8 undir pari, 136 höggum (66 70).

Til þess að sjá stöðuna á úrtökumótinu í Madríd SMELLIÐ HÉR: