Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Josh Teater (11/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 15. sæti peningalistans, Josh Teater. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals.

Josh Teater fæddist í Danville, Kentucky, 6. apríl 1979 og er því 39 ára.

Hann er 1,78 m á hæð og 82 kg.

Hann var við nám í Morehead State University í Kentucky og lék í bandaríska háskólagolfinu.

Josh Teater býr í Lexington í Kentucky í dag.

Hann varð þrívegis meðal efstu 10 á Web.com Tour keppnistímabilið 2017-2018 og því er hann kominn á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019.

Fræðast má nánar um Teater með því að skoða vefsíðu hans með því að SMELLA HÉR: