Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2018 | 00:01

PGA: DeChambeau og Uihlein deila forystunni e. 3. dag á Shriners

Það eru bandarísku kylfingarnir Bryson DeChambeau og Peter Uihlein, sem deila forystunni á Shriners Hospital for Children Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Báðir hafa þeir DeChambeau og Uihlein spilað á 16 undir pari, 197 höggum; DeChambeau (66 66 65) og Uihlein (63 66 68).

Gamla brýnið Lucas Glover er síðan í 3. sæti á 15 undir pari, aðeins 1 höggi á eftir og gaman að sjá hann meðal efstu manna! Fjórða sætinu deila Patrick Cantley og Robert Streb á 14 undir pari, hvor.

Nýliðinn Cameron Champ er síðan einn í 6. sæti á 13 undir pari, 200 höggum (69 65 66).

Sjá má hápunkta frá 3. hring Shriners Hospital for Children Open 2018 með því að SMELLA HÉR:

Sjá má stöðuna á Shriners Hospital for Children Open 2018 með því að SMELLA HÉR: