Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2018 | 18:00

Haraldur Franklín komst ekki á lokaúrtökumótið

Haraldur Franklín Magnús, GR, komst ekki á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröð karla.

Hann tók þátt í 2. stigs úrtökumótinu í Desert Springs í Almería, á Spáni.

Haraldur lék  á samtals á 4 undir pari, 284 höggum (72 69 68 75).

Hann varð T-37 og það dugði ekki ekki til – Haraldur hefði þurft að spila á 8 undir pari samtals til þess að komast í lokaúrtökumótið en 20 efstu og þeir sem jafnir voru í 20. sæti komust áfram.

Sjá má lokastöðuna á úrtökumótinu í Desert Springs með því að SMELLA HÉR: