Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2018 | 23:00

Guðrún Brá komst á lokaúrtökumót LET!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, hefir verið að keppa í úrtökumóti til þess að komast á lokaúrtökumót LET í Marokkó, en mótið fór  fram 1. -4. nóvember og lauk í dag.

Guðrún Brá lék á samtals á 8 yfir pari, 296 höggum ( 75 76 71 74).

Guðrún Brá varð T-21 og komst því í lokaúrtökumótið en 36 efstu og þær sem jafnar voru í 36. sæti í þessu úrtökumóti hlutu keppnisrétt í lokaúrtökumótinu, þar sem ræðst hverjar spila á LET á 2019 keppnistímabilinu. Í ár þurfti að spila samtals á 15 yfir pari eða betur til þess að hljóta sæti í lokaúrtökumótinu

Glæsilegt hjá Guðrúnu Brá!!!

Sú sem sigraði í úrtökumótinu var Nobule Dlamini en hún var á samtals 4 undir pari. Dlamini er jafnframt fyrsti kylfingurinn frá X til þess að spila á LET og má sjá eldri kynningu á henni með því að SMELLA HÉR:

Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: