Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2018 | 20:00

Evróputúrinn: Rose varði titilinn í Tyrklandi!

Enski kylfingurinn Justin Rose stóð uppi sem sigurvegari í móti sl. viku Turkish Airlines Open og varði þar með titil sinn.

Rose var jafn kínverska kylfingnum Haotong Li eftir hefðbundnar 72 holur og því varð að koma til bráðabana milli þeirra sem Rose sigraði í þegar á 1. holu á pari, meðan Li fékk skolla.

Fyrir sigurinn í Turkish Airlines Open hlaut Rose € 1,025,132.

Til þess að sjá lokastöðuna á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR: