Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2018 | 00:01

PGA: DeChambeau sigraði á Shriners

Það var Bryson DeChambeau sem sigraði á Shriners Hospital for Children Open.

Mótið fór að venju fram á TPC Summerlin, í Las Vegas, Nevada.

Sigurskor DeChambeau var 21 undir pari, 263 högg (66 66 65 66).

Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Patrick Canlay aðeins 1 höggi á eftir á samtals 20 undir pari.

Fyrir sigurinn hlaut DeChambeau $1,260,000 í verðlaunafé sem er það hæsta sem hann hefir unnið sér inn til þessa.

Sjá má lokastöðuna á Shriners Hospital for Children Open með því að SMELLA HÉR: