Vikar Jónasson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2018 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Vikar og félagar urðu í 17. sæti á Hawaii

Vikar Jónasson GK og félagar hans í Southern Illinois Univesity (Carbondale) skammst. SIU, luku keppni á Ka´anapali Collegiate Classic mótinu í dag.

Mótið fór fram dagana 2.-4. nóvember 2018 í Lahaina í Hawaii og voru þátttakendur 116 frá 20 háskólum.

Vikar hafnaði í 92. sæti í einstaklingskeppninni með skor upp á 9 yfir pari, 222 högg (76 76 70). Hann var á 3. besta skorinu í liði sínu og fékk m.a. 2 erni í mótinu (báða á par-5 6. braut Ka´anapali golfvallarins þ.e. á 2. og 3. hring).  Frábært hjá Vikar!!!

Lið Southern Illinois, sem tók þátt í fyrsta sinn í mótinu hafnaði í 17. sæti

Til þess að sjá lokastöðuna á Ka´anapali Collegiate Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Vikars og SIU er 16. febrúar 2019.