Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2018 | 15:00

Birgir Leifur varð T-6 í El Encin og er kominn á lokaúrtökumótið

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG varð T-6 á 2. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kara, en úrtökumótið fór fram á El Encin, í Alcala de Henares á Spáni.

Birgir Leifur spilaði frábært golf; lék á samtals 13 undir pari, 275 höggum (66 70 68 71). Glæsilegt!!!

Hann er því kominn á lokaúrtökumótið, þar sem ræðst hvort hann fær fullan spilarétt á Evrópumótaröð karla keppnistímabilið 2019.

Sá sem sigraði í úrtökumótinu var Ný-Sjálendingurinn Josh Geary, en hann lék á samtals 17 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á úrtökumótinu í El Encin SMELLIÐ HÉR: