Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Andri Þór Björnsson – 10. nóvember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Andri Þór Björnsson. Andri Þór er fæddur í Reykjavík 10. nóvember 1991 og á því 27 ára afmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) og hefir reynt fyrir sér í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina og spilað á mótum Nordic Golf League. . Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Andra Þór með því að SMELLA HÉR: Komast má á heimasíðu Andra Þórs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Elsku Andri Þór Björnsson, innilega til hamingju með 27 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gylfi Ægisson (71 ára); Morris Hatalsky, 10. nóvember 1951 (66 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2018 | 18:00

LET Access: Guðrún Brá T-1 e. 2. dag á Spáni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í móti vikunnar á LET Access mótaröðinni, Santander Golf Tour LETAS El Prat 2018, en spilað er á El Prat í Barcelona, dagana 8.-10. nóvember 2018. Eftir 2. dag þ.e. fyrir lokahringinn er Guðrún Brá í efsta sæti ásamt frönsku stúlkunni Anais Meyssonnier, en báðar hafa spilað á 2 undir pari 142 höggum ; Guðrún Brá (70 72); Anais (71 71).  Stórglæsilegt hjá Guðrúnu Brá!!! Þrjár stúlkur eru á hæla Guðrúnar Brá og Anais, en það eru þær Emma Nilson frá Svíþjóð, heimakonan Noemi Jimenez frá Spáni og enski kylfingurinn Chloe Frankish, en þær eru allar aðeins 1 höggi á eftir og tvær síðastnefndu þyrstir í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnhildur Kristjánsdóttir – 9. nóvember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Gunnhildur Kristjánsdóttir. Gunnhildur er fædd 9. nóvember 1996 og á því 22 ára afmæli í dag. Gunnhildur spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Elon en hér heima er hún í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Gunnhildi til hamingju með afmælið hér að neðan: Gunnhildur Kristjánsdóttir – Innilega til hamingju með 22 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðalstræti Skammtíma Leiguíbúð Ísafirði (86 ára); Tom Weiskopf, 9. nóvember 1942 (76 ára); Signý Ólafsdóttir, 9. nóvember 1957 (61 árs); Karin Mundinger, 9. nóvember 1959 (59 ára); Stella Steingrímsdóttir, 9. nóvember 1965 (53 ára); David Duval, 9. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Adam Long (13/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 13. sæti peningalistans, Adam Long. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Adam Long fæddist 25. september 1987 í Louisiana, sonur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Francesco Molinari – 8. nóvember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Francesco Molinari. Molinari er fæddur 8. nóvember 1982 og á því 36 ára afmæli í dag. Árið í ár verður honum eflaust lengi minnisstætt, m.a. vegna þess að hann sigraði á fyrsta og eina risamóti sínu til þessa, Opna breska og var annar af tveimur í teyminu „Moliwood“ þegar hann spilaði saman með Tommy Fleetwood í sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum. Hann er jafnframt eini kylfingurinn til þess að ná þeim árangri að sigra allar viðureignir sínar í einni og sömu Ryder bikarskeppni 5-0-0. Molinari hefir verið kvæntur konu sinni Valentinu frá árinu 2007 og þau eiga tvö börn, Tommaso og Emmu. Alls hefir Francesco Molinari sigrað í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2018 | 12:00

Evróputúrinn: Garcia í 1. sæti e. 1. dag á Nedbank mótinu

Sergio Garcia er í 1. sæti eftir 1. dag á Nedbank Golf Challenge, hosted by Gary Player. Sergio kom í hús að loknum 1. hring á frábæru skori upp á 8 undir pari, 64 höggum! Hann missti hvergi högg og skilaði skollalausu skorkorti með 8 fuglum og 10 pörum. Garcia á 4 högg á þá sem næstir koma og deila 2. sætinu þ.e. heimamanninn Charl Schwartzel, Finnann Mikko Korhonen og Mike Lorenzo-Vera frá Frakklandi. Til þess að sjá stöðuna á Nedbank mótinu í heild SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2018 | 09:00

Tiger spilar ekki í Sádí-Arabíu … þrátt fyrir boð um háa þóknun

Tiger Woods hefir hafnað boði um himinháa þóknun, þá hæstu sem honum hefir nokkru sinni verið boðið fyrir að spila golf utan Bandaríkjanna, boði sem hann fékk frá Sádí-Arabíu Neitun Tiger er að sögn til komin vegna morðs Sádí-Araba á eigin þjóðfélagsþegni í ræðismannsskrifstofu í Tyrklandi nú nýlega, þ.e. morðinu á sádí-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem og höftum sem eru í Sádí-Arabíu á tjáningafrelsi. Umboðsmönnum Tiger þótti að það kynni að valda of mikilli gagnrýni og fjaðrafoki ef Tiger tæki boðinu. Jamms, gott að vita að það er ekki allt falt fyrir peninga!!! Hinn 14-faldi risamótssigurvegari (Tiger) hefir hingað til verið viljugur að þvælast heiminn á enda ef þóknun hans Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur og félagar urðu í 3. sæti í Georgía

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar hennar í Eastern Kentucky University (EKU) í bandaríska háskólagolfinu náðu þeim glæsilega árangri að landa  3. sætinu í Idle Hour Collegiate mótinu. Mótið fór fram dagana 5.-6. nóvember sl. í Macon, Georgiu. Þátttakendur voru 74 frá 13 háskólum. Ragnhildur varð T-27 í einstaklingskeppninni á skori upp á 14 yfir pari, 230 höggum (76 74 80). Til þess að sjá lokastöðuna í Idle Hour Collegiate SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót EKU er 16.-17. febrúar 2019 í Greensboro, GA.

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Hallgrímur Friðfinnsson og Davíð Gunnlaugsson ———— 7. nóvember 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Hallgrímur Friðfinnsson og Davíð Gunnlaugsson. Hallgrímur er fæddur 7. nóvember 1943 og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Hallgrímur er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Hallgríms til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Hallgrímur Friðfinnsson 75 ára merkisafmæli!!! Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Hinn afmæliskylfingur dagsins er Davíð Gunnlaugsson. Hann er fæddur 7. nóvember 1988 og á því 30 ára stórafmæli. Davíð Gunnlaugsson – 30 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Kristín Höskuldsdóttir, 7. nóvember 1960 (58 ára); Sigurður Ragnar Kristjánsson, 7. nóvember 1973 (45 ára); Felipe Aguilar Schuller, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2018 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi og félagar urðu í 17. sæti í Kiawah Classic

Tumi Kúld, GA og félagar í Western Carolina University (WCU) urðu í 17. sæti í Kiawah Classic háskólamótinu (einnig nefnt East Bay Deli Classic @ Kiawah, sem fram fór dagana 4.-6. nóvember sl. Mótsstaður var Turtle Point golfvöllurinn á Kiawah Island í Suður-Karólínu og þátttakendur 117 frá 21 háskóla. Tumi varð T-60 í einsktaklingskeppninni með skor upp á 12 yfir pari, 228 högg (77 71 80).  Hann varð jafnframt á 2. besta skori í liði sínu. Sjá má lokastöðuna á Kiawah Classic með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Tuma og WCU er 22.-24. febrúar á næsta ári.