Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Adam Long (13/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 13. sæti peningalistans, Adam Long. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals.

Adam Long fæddist 25. september 1987 í Louisiana, sonur hjónanna Gordon og Jane Long. Hann er því nýorðinn 31 árs. Long ólst upp í St. Louis, Missouri og vissi þegar á unga aldri að golf væri það sem honum væri ætlað. Hann var í Francis Howell High School í St. Charles, Missouri, þar sem hann var our-time all-state All-Metro selection og var í 8. sæti í the Golfweek Junior Golf Rankings.  Eftir útskrift úr highschool hóf Long nám í Duke þar sem hann spilaði með háskólaliði Duke í bandaríska háskólagolfinu.

Eftir útskrift úr háskóla 2010 með gráðu í félagsfræði gerðist Long atvinnumaður í golfi. Stuttu eftir útskrift lék hann í fyrsta PGA Tour móti sínu þ.e. Opna bandaríska 2011.  Árið 2012 var Long kominn á Web.com Tour

Á 2017-2018 keppnistímabilinu á Web.com Tour varð Long 5 sinnum meðal efstu 10 í mótum mótaraðarinnar og hlaut þannig 13. sætið á peningalista Web.com Tour og er þannig kominn á mótaröð þeirra bestu keppnistímabilið 2018-2019.

Fyrir utan golfið þá er Adam áhangandi St. Louis Cardinals og fylgist með liði sínu Duke í bandaríska háskóla-                                                                                                                                                                                     körfuboltanum. Eins elskar hann að vera tíma með fjölskyldu sinni í sumarbústað fjölskyldunnar í Norður Michigan. Adam Long kvæntist konu sinni Emili í St. Louis þann 6. janúar 2018. Þau búa í Palm Beach Gardens, í Flórída þar sem Emily vinnur sem svæfingarhjúkrunarfræðingur (CRNA).

Fræðast má nánar um Adam Long á vefsíðu hans með því að SMELLA HÉR: