Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ottó Sigurðsson – 15. nóvember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Ottó Sigurðsson. Ottó er fæddur 15. nóvember 1979 og er því 39 ára í dag. Ottó er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann hefir æft golf frá árinu 1993, þ.e. frá 14 ára aldri. Hann var m.a. skráður í PGA á Íslandi og því atvinnumaður í golfi 2007-2009. Hann hefir staðið sig geysivel í fjölmörgum opnum mótum og mætti sem dæmi nefna glæsilegan sigur hans í ZO-ON mótinu 19. júní 2010, þegar hann spilaði Hvaleyrina á -5 undir pari, 66 höggum. Aðeins 3 vikum áður sigraði Ottó höggleikinn á Vormóti Hafnarfjarðar og svo mætti sem dæmi nefna sigur hans á 1. maí móti GHR 2008. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Hansdóttir – 14. nóvember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Hansdóttir. Ágústa er fædd 14. nóvember 1958 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Ágústu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið Ágústa Hansdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charles Blair Macdonald, f. 14. nóvember 1855 – d. 21. apríl 1939; Samuel Henry „Errie“ Ball f. 14. nóvember 1910 – d. 2. júlí 2014; Petrea Jónsdóttir, 14. nóvember 1949 (69 ára); Ágústa Hansdóttir (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Orense Golf Madrid (59 ára); Jacob Thor Haraldsson (56 ára); André Bossert, svissneskur, 14. nóvember 1963 (55 ára); Bent Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Jose de Jesus Rodriguez (14/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 12. sæti peningalistans, Jose de Jesus Rodriguez. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Jose de Jesus Rodriguez fæddist í Irapuato Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2018 | 18:00

Birgir Leifur úr leik á lokaúrtökumótinu

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er úr leik á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar. Keppt er á Lumine golfsvæðinu við Tarragona rétt utan við Barcelona á Spáni. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn lék fyrstu fjóra hringina á -4 samtals (67-69-76-70). Birgir endaði í 84. sæti en 25 efstu í mótslok fá fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur var aðeins tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða hringinn. En 77 efstu kylfingarnir leika tvo hringi til viðbótar. Það hefði breytt miklu fyrir Birgi að komast í gegnum niðurskurðin. Þannig hefði hann tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili í styrleikaflokki 9 og einnig hefði hann verið með takmarkaðan rétt á Evrópumótaröðinni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rafn Stefán Rafnsson – 13. nóvember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Rafn Stefán Rafnsson. Rafn Stefán er fæddur 13. nóvember 1978 og er því 40 ára STÓRAFMÆLI í dag. Rafn Stefán er í Golfklúbbi Borgarness. Hann var áður í GO og hefir m.a. orðið klúbbmeistari GO.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Rafn Stefán Rafnsson (40 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Robert Jay Sigel, 13. nóvember 1943 (75 ára); Marianna Fridjonsdottir, 13. nóvember 1953 (65 ára); Þuríður Bernódusdóttir, 13. nóvember 1954 (64 ára); Rosie Jones, 13. nóvember 1959 (59 ára); Rögnvaldur A Sigurðsson, 13 nóvember Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2018 | 20:00

PGA: Kuchar sigraði á Mayakoba Golf Classic

Það var bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar, sem stóð uppi sem sigurvegari á Mayakoba Golf Classic. Kuchar spilaði á samtals 22 undir pari, 262 höggum (64 64 65 69). Í 2. sæti varð Danny Lee, aðeins 1 höggi á eftir. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Mayakoba Golf Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Mayakoba Golf Classic SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jason Day ——–—— 12. nóvember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Jason Day, sem er sem stendur nr. 12 á heimslistanum. Hann er fæddur 12. nóvember 1987 og á því 31 árs stórafmæli í dag!!! Jason fæddist í Beaudesert í Ástralíu, en pabbi hans er ástralskur en mamma frá Filippseyjum. Hann gerðist atvinnumaður 2006 og hefir sigrað 16 sinnum á ferli sínum sem atvinnumaður; þar af 12 sinnum á PGA Tour. Þau mót sem hann hefir unnið á PGA Tour eru: 1 HP Byron Nelson mótið 23. maí 2010 og hin 9 mótin: 23. Feb 2014 WGC-Accenture Match Play Championship e. 23 holu viðureign við Victor Dubuisson 3 8 .Feb 2015 Farmers Insurance Open 73-65-71-70=279 −9 sigur e. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Arnar Unnarsson, Halla Bjarnadóttir og Ólöf Baldursdóttir ——-– 11. nóvember 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Arnar Unnarsson, Halla Bjarnadóttir og Ólöf Baldursdóttir. Arnar er fæddur 11. nóvember 1967 og á því 51 árs afmæli! Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Elsku Arnar Unnarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Halla Bjarnadóttir er fædd 11. nóvember 1967 og á því 51 árs afmæli í dag! Hún er frá Kirkjubæjarklaustri en býr í Reykjavík. Komast má á facebook síðu Höllu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Halla Bjarnadóttir – Innilega til hamingju með 51 árs afmælið!!! Síðast en ekki síst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2018 | 11:00

LET Access: Guðrún Brá lauk keppni T-17 á Spáni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK átti lokahring vonbrigða á móti vikunnar á LET Access mótaröðinni, Santander Golf Tour LETAS El Prat 2018, en spilað var á El Prat í Barcelona, dagana 8.-10. nóvember 2018. Eftir 2. dag þ.e. fyrir lokahringinn var Guðrún Brá í efsta sæti ásamt frönsku stúlkunni Anais Meyssonnier, en hafnaði í 17. sæti ásamt 6 öðrum á lokahringnum. Lokahringinn lék Guðrún Brá á 78 höggum; fékk 2 skolla og 2 tvöfalda skolla; og ekki einn einasta fugl!!! Óvanalegt að sjá þetta hjá Guðrúnu Brá. Sigurvegari mótsins varð hin sænska Julia Engstrom, sem lék á samtals 3 undir pari, 213 höggum (76 71 66), en það var einkum glæsilegum lokahringur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2018 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2018 (23)

Hér eru nokkrir stuttir golfdjókar á ensku, sumir komnir til ára sinna, aðrir nýrri – Alltaf gaman að sjá hversu marga í svona runu maður hefir séð áður og hverja ekki 🙂 * Golf balls are like eggs ~ they’re white. They’re sold by the dozen… and a week later you have to buy more. * A pro-shop gets its name from the fact that you have to have the income of a professional golfer to buy anything in there. * It’s amazing how a golfer who never helps out around the house will replace his divots, repair his ball marks, and rake his sand traps. * When you stop Lesa meira