Tumi Hrafn Kúld, GA. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2018 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi og félagar urðu í 17. sæti í Kiawah Classic

Tumi Kúld, GA og félagar í Western Carolina University (WCU) urðu í 17. sæti í Kiawah Classic háskólamótinu (einnig nefnt East Bay Deli Classic @ Kiawah, sem fram fór dagana 4.-6. nóvember sl.

Mótsstaður var Turtle Point golfvöllurinn á Kiawah Island í Suður-Karólínu og þátttakendur 117 frá 21 háskóla.

Tumi varð T-60 í einsktaklingskeppninni með skor upp á 12 yfir pari, 228 högg (77 71 80).  Hann varð jafnframt á 2. besta skori í liði sínu.

Sjá má lokastöðuna á Kiawah Classic með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Tuma og WCU er 22.-24. febrúar á næsta ári.