Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2018 | 18:00

LET Access: Guðrún Brá T-1 e. 2. dag á Spáni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í móti vikunnar á LET Access mótaröðinni, Santander Golf Tour LETAS El Prat 2018, en spilað er á El Prat í Barcelona, dagana 8.-10. nóvember 2018.

Eftir 2. dag þ.e. fyrir lokahringinn er Guðrún Brá í efsta sæti ásamt frönsku stúlkunni Anais Meyssonnier, en báðar hafa spilað á 2 undir pari 142 höggum ; Guðrún Brá (70 72); Anais (71 71).  Stórglæsilegt hjá Guðrúnu Brá!!!

Þrjár stúlkur eru á hæla Guðrúnar Brá og Anais, en það eru þær Emma Nilson frá Svíþjóð, heimakonan Noemi Jimenez frá Spáni og enski kylfingurinn Chloe Frankish, en þær eru allar aðeins 1 höggi á eftir og tvær síðastnefndu þyrstir í sinn fyrsta sigur á LET Access.

Sjá má frétt um efstu konurnar á Santander El Prat mótinu á LET Access vefnum með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á Santander El Prat mótinu með því að SMELLA HÉR: