Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2018 | 12:00

Evróputúrinn: Garcia í 1. sæti e. 1. dag á Nedbank mótinu

Sergio Garcia er í 1. sæti eftir 1. dag á Nedbank Golf Challenge, hosted by Gary Player.

Sergio kom í hús að loknum 1. hring á frábæru skori upp á 8 undir pari, 64 höggum!

Hann missti hvergi högg og skilaði skollalausu skorkorti með 8 fuglum og 10 pörum.

Garcia á 4 högg á þá sem næstir koma og deila 2. sætinu þ.e. heimamanninn Charl Schwartzel, Finnann Mikko Korhonen og Mike Lorenzo-Vera frá Frakklandi.

Til þess að sjá stöðuna á Nedbank mótinu í heild SMELLIÐ HÉR: